- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
125

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Óskir mínar beztu,” tók hann undir,
“Heilsa þér, minn fjandi fyrir skemstu,

Faðir núna.”

*



“Son þig bæri að kalla,

Fyrst þú mig með föðurnafni kveður.

Finn til, að eg get ei ennþá nefnt þó
Annan son en hann, sem hérna liggur
Hjá mér lík, í gröfinni okkar beggja.

Það er ekki óvináttumerki
Okkar milli.”

*



“Hlé á meðan stendur,

Þeim sem ver eins vel og þú í elli
Virðing föðurlands síns, getur lotið —

Svona stundir — óvinur hans yngri.”

*



“Aldri mínum ber ei þessi hróður —

Eg á hvergi fet af föðurlandi!

Fyrir það ei gripið hef’ til vopna.

Fram í kyn er ætt mín leigu-liðar
Landeign svift. Einn drottinn vorrar þjóðar
Kúgaði af oss óðöl vor in fornu,

Aðalsmanni sínum gaf hann ránið
Fest í erfðir. Eða svo er sagan
Sögð af þeim er fullvel þykjast kunna.

Eitt er víst, að ósár dvelur heima
Óðalsherrann minn, en eg er hérna

Stephan G. Stephansson: Andvökur 9

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free