- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
128

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það varð honum loksins nægur hnekkir,

Rænuhorfið raunabarn í elli

Reikar einn og sér um grafarbakkann.

Svo er mælt, að vantrú ný sé voldug,
Viðráð kirkju guðs í þínu landi
Hafi engan hemil nú á lýðnum,
Heiðindómur ykkar valdi þessu.

Hefir þú, faðir, fyrir þeirri öldu

Fluzt, og kannske nauðugt þér, í stríðið?”

“Það er hvorki vantrú eða veiklun
Vorrar kirkju, sem mig leiddi hingað.
Kristni og heiðni kemur saman vel, um
Krossferð þessa, standa í sömu fylking.
Klerkar vorir biðja flestir bits og
Blóðs á vopnin okkar, fyrir ríkið.
ígildi við sóknarprestinn sjálfs mín,

Sem að hafði fimtíu jólanætur
Boðað fólki komu friðarkóngsins
Kærleiksorðum, meðan engir börðust.
Þegar heróp hljóp sem skjálfti um landið,
Hann tók þegar undir það í mcssu.

Sótti í skápinn sjálfa biblíuna,

Sannaði, að hver sem ekki berðist
Nú, fyrir málstað guðs og góðra siða,
Gæti ei hafa skilið kristindóminn
Blindaður af heiðnu hugarfari.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free