- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
135

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ættlerar og herleidd hjörð af þýjum
Hlaut að gefa upp öll in teknu vígi.

Sömu forlög sigra okkar bíða.

Sjálfs míns vilji er fis í þessum stormi,
Skynlaust, marklaust, leikfang allra átta.

Eða, hvaða björg er í að græða
Kvala-sár, og senda okkur grædda
Samstundis í ný-afstaðnar píshr?
Miskunnsemin blinda verður bara að
Bölvun lengri. Slík var okkar reynsla.”

*



“Mig hefir líka gripið, eins og gengur,
Grunur, sem þó aldrei varð að hugsun,
Líkur þessu, sem þú sagðir, faðir,

Svo mig rámar til þess hvað þú átt við.

Þegar okkar litlu þjóðar landvörn
Lofuð var, sem nú er títt, að sönnu
Státnin af því yfirgnæfði löngum
Athyglina á niðurstöðu hennar.

En, ef leit eg við, á verksummerkin:

Val og rústir, sló mig stundum einhver
Hrollur um það, hefir ei stjórn vor unnið
Heimsku tóma, verið blind og ráðlaus?
Syndgað áfram, leitt yfir landið okkar
Loksins hingað sína eigin Kongó?

Þetta greip mig þrátt, en veit að landráð
Það er kallað, svo eg drap það niður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0139.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free