- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
161

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og umheimur gervallur lirækös og blóð,
Og myrtir í þúsundum þegnar og fljóð:
Eg þagði og tvíráður stóð.

Því eg hlaut að lifa, og leika við “móð”,
Og lýðheimsku var eg þó tengdur.

Eg sat þarna samvizku-rengdur —

En svo hún ei gelti né gæfi af sér hljóð:
Eg falsaðri afsökun í hana tróð,

Og eggjaði mína þjóð.

Kvenland.

Hvar mun ofsótt andagift
Eiga hælis nú að vona?

Þegar Frakklands föðurlausa
Fokið er í skjólið svona.

Útlæg snildin átti forðum
Afdrep þar og griðastað,

Alt sem heima of-djarft kvað,

Jafnt með penna, pensli og orðum.

Ekkju-sveitin sonalaus!

Sérhver aldin-runni skarður,
Þjóðbraut hver um líkhlið liggur,
Landamerkin kirkjugarður.
Ættar-nöfn í síðsta sinni
Samninginn um dýran frið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free