- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
164

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ad Abenddon.

Engill morðs og skemda: skál á veginn!

— Skynlaus veröld senn mun blóði þvegin —
Renni í arm þinn afdæmd sláturhjörðin,
Örara en heimskan fyllir skörðin —

Skál! Nú fækkar flónum öllu megin.

1918

Líkberinn.

Þýt5ing á „The Stretcher-Bearer”
eftir Robert W. Service. —

Af börum mínum blóðpollinn
Hér berst eg við, að þvo og má.

Og á mig sækir angistin,

Við alt það sem eg heyrði og sá —
Með vítis-kvala Kains-mark
í kinnar brent leið nóttin hjá.

Á guð í hæðum hjarta og kjark,

Að hrökkva ei tár, en slíkt að sjá?

Og hulið er mér, hver helzt sá er,
Sem hratt á þennan glapa-stig.

Með heiftarsálm í hjarta mér
Eg hefði ei skap að bæna mig.

Mig skortir fólsku, um fána og kyn,
Að fleipra, við þau bróðurmorð,

Við hjörtun öll sem harma vin,

Við héruð brend og eydda storð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0168.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free