- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
173

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem eg, lífs, en logum kvalinn,

Lá með grafinn koll í eisu.

Hvort að það var öld eða aldur
Ei eg veit. Né hver sé valdur
Ágallans sem er, að var
Æxlað á sviknu leifarnar,

Þessa hálfa höfuðs á mér!

Hollari væri ótalfalt,

Gerðin ný og efnið alt.

Stundum óður, ávalt frá mér!

Og að trúa mér, er valt —

Kastið eitt er nú að ná mér!”

III.

“Innanum val og vofur marðar,

Vikur skreið eg neðanjarðar.

Vikur! eða var það öld?

Veit það hvorugt, ekki töld
Tíð mín varð í tímum þar.

— Tilætlanalaus eg var,

Bara eins og blauti leirinn.

Brælupest féll yfir mig,

Sama og loftið læddi um sig —
Fangavist, af armleik, eirinn.

Alt í mér varð yfir-þreytt,

Orðið gat ei bylt við neitt.

Hafði ei vilja, að vara mig
Víti sjálft þó hvesti sig.

Mér stóð alt á sama, um sjúka,

Sjálfan mig og dauðra búka.

Stephan G. Stephansson: Andvökur 12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free