- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
17

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

17

eða skuplu mikla á höfði og var í grænu fati
bættu. Hún var afar-stórskorin, með króknef,
munnstór mjög og gapti, skimaði, glotti, gaut
ámáttlega kolsvörtum augum og drap titlinga.
Var sem hún skimaði eptir hvort enginn renndi
til sín líknarauga. Jeg aumkaði hana og
fældist um leið. Einu sinni brosti kerling eða
glotti við mér þegar jeg gekk fram hjá, og
varð mér þá að segja brosandi: „Ertú ekki
amma Gyðingsins gangandi, góðin mín?" Hún
gretti sig og svaraði: „Kotzchi-dotzki-botzchi!"
Ungt og laglegt fólk var þar þó innan um,
Þykja og Gyðingastúlkur opt hinar fríðustu
meðan blómæfi þeirra varir, en hún er stutt.
Optlega sat jeg einn míns liðs í skjóli við
skorstein skipsins og lét eimdæluna slá í takti
tvö einsatkvæðis-orð, því hugsi maður einhver
slík, finnst manni sem hún hafi eptir: t. d. „á-fram
— á-fram!" Í því blótaði einhver matrósinn, og
þá át vélin eptir: „god-damn — god-damn!"
„Nei — svei", hugsaði jeg, og þá hafði hún það
eptir! Stundum horfði jeg út á hafið. Hvílík
ómælandi breiða! Eða að sjá heiðan himininn
og fullt tunglið yfir þvílíku hafi um nótt í
logni! Þá skortir alla samlíking, alveldi guðs
eða náttúrunnar talar þá, en hinn dauðlegi
þegir. Miklu heldur má kveða um hafið í
stormi, og það hefir sumum skáldum tekizt
vons heldur, t. d. Byron, í kvæði hans til hafsins.
Þann 1. júlí sáum við fyrst land. Það var

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free