- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
23

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

23

dalur, par sem vesturbrautin mikla liggur yfir.
Montreal og fellið standa á eyju mikilli í
Lá-renzfljóti. En frá útsuðri allt til landnorðurs
er eyðimörkin mikla, er nær vestur undir
Rauðá (svo að segja) og norður að
Húðsons-flóa, og er pað afskaplegt läpdilæmi,
botnlaus-ir skógar, klettar, ár og stöðuvötn, og hvergi
byggð, liema rett við brautina, og pó sárlítil.
I suður frá Montreal eru hin alkunnu
stór-vötn, sem öll liggja í Canada, nema
Michigan-vatnið. f>að er umgirt Bandaríkjunum :
Mich-igan að austan, Indiana að sunnan, Illinois að
vestan og Wisconsin að norðan.

Áður en jeg lagði af stað frá Montreal
gekk jeg á fund lvyrrahafsbrautarstjórans og
færði honum meðmælisbref frá Mr. Wilson.
Hann er ríkmenni iuikið og tók mer fremur
fá-lega. En eptir nokkurt viðtal gaf hann mér
pó farbref vestur til Winnipeg, beygði lítið
eitt höfuðið og hélt áfram að skrifa. Jeg
tafði ekki lengur hinn mikla mann, heldur
steig í lyptivelina og lét mig síga niður frá 5.
lopti. 1 Montreal er mjög stór og
skrautleg-ur brautarskáli, en nokkuð villigjarn fyrir
ný-komna Islendinga. þar hitti jeg enskan bónda,
nýbyggjara vestan frá Albertu við
Klettafjöll-in; hafði hann verið með okkur frá Englandi,
á 2. plássi; hafði kvatt konu og börn fyrir jól
og ferðast veikur til Englands til að fá ser
lækning, bafði verið skorinn á hol, svo meinsemd

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free