- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
65

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

65

hver með tveim hestum fyrir, stóðu i kringum
kirkjugarðinn; hafði jeg aldrei sjeð slíkan
reið-skap hjá íslenzku fólki. Allt var fólkið með
ensku klæðasniði og flest vel búið, karlmenn á
frökkum eða „jðkkum" og með mjallhvítt
háls-lín, og konur flestar klæddar eptir tíðskunni í
höfuðstaðnum. þjóðbúninga sjá menn sjaldan
í hinu nýja landi, er hin ensk- araeríkanska
tíðska og pjóðerni allt of rík til pess. Jeg
skírði par prjú börn.

Næsia dag var samkoraa mikil haldin að
Grund, og mætti par aptur fjöldi
byggðar-manna. Var pá 100° hiti á jFahrenheit, en pó
all-hvass vindur; bætti pað hitann, að
fundur-inn stóð í skugga skógarins við áður nefnda
tjörn. Friðjón kaupmaður stýrði samkoniuntii.
Yar þar söngur góður og mjög fjörleg
ræðu-höld. Aldrei hefi jeg heyrt íslands minnzt
með raeiri aivöru en moðal
Ameriku-lslend-inga. Her heima kveða menn og prédika um
ágæti ísafoldar eptir vanans og hégómans
for-skript; par meina menn hvað þeir segja; hér,
meðan menn horfa ä landið og eiga pað, er
pað peim eins og óvirkilegt, en par sem menn
sjá pað ekki né eiga, par erpað fólkinu
virki-legt og vcrulega lcært. Sannast her, að sá
veit fyrst hvað átt hefir, pegar misst hefir. þó
kvaðst par enginn peirra, sem jeg spurði, vilja
liytja vistferlum eða alveg heim, en fiestir
kváðust prá að mega sjá aptur hina kæru átt-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free