- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
40

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

því helmingurinn af þeirn börnum, er sýktust, eða 50 °/0, þá dóu nú
aðeins 25 °/0, þegar meðal þetta var viðhaft. Frá þessu skýrði hann á
læknafundi einum, sem haldinn var í Buda-Pest í septembermán. í haust,
og var þessari fregn tekið með miklum fögnuði. fó voru margir í fyrstu
töluvert vantrúaðir á þetta, því menn rak minni til tilrauna Koch’s
háskóla-kennara i Berlin, þegar hann þóttist hafa uppgötvað því nær óyggjandi
meðal við berklasótt, en það lyf reyndist þó við nánari tilraunir þvi miður
að koma að litlu haldi. En hjer fór þó nokkuð á annan veg; því lengur
sem þetta nýja barnaveikismeðal hefur verið notað, þess betri árangur
þykjast menn hafa sjeð af því, og mótstöðumönnum þess fækkar því

Dr. Roux.

dag frá degi. Eptir síðustu skýrslum deyja aðeins 11 °/0 af þeim, sem
sýkjast, þar sem meöal þetta er viðhaft.

Um sama leyti sem Roux gjörði tilraunir sinar i Paris, vann Behring
háskólakennari í læknisfræði i Berlin i sömu stefnu og komst að hinni
sömu niðurstöðu. Hljóta þeir þvi báðir hinn sama veg og sóma af
upp-götvun þessari.

I stuttu máli skal nú skýrt frá meðalinu og notkun þess.
Barna-veikisbakteriur eru ræktaðar í vökva, sem þær prifast vel i, og þegar
þær hafa náð góðum þroska, er vökvanum spýtt inn undir huðina á
geitfje eða hestum Qiestar hafa reynzt bezt). Dýrið veröur nokkuð veikt
á eptir, en rjettir þó við aptur. Siðan er innspýtingin endurtekin og
verður dýrinu £>á minna meint af þvi, og að síðustu hefur það engin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free