- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
61

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

vorum á menntamálum landsi ns yfir höfuð, og að þeir finna til
þeirrar Jmngu ábyrgðar, sem á þeim hvilir.

Árósum þ. 28. apr. 1895.

Svb. Svánbjornsson.

Hafnarlíf.

i.

Til að fullnægja þörfum mannkynsins ganga vöruflutningslestir fram
og aptur um löndin og hlaðnar ferjtir yfir höfin og með ströndum fram.
Til og frå eiga ferðalangar pessir sjer áfangastaði, er þeir taka ofan bagga
sína og leggja fleytum sínum. Taka par aðrir við af þeim, og gengur
svo koil af kolli. Umhverfis áfangastaði þessa risa von bráðar þorp og
borgir, en við sjálfa aðalpjóðbrautina á hvert land sjer aðaláfangastað.
Renna þar saman stramnar úr ýmsum áttum og mynda nokkurs konar
hringiðu. Flykkjast pangað hópum saman menn af ýmsu tagi, kaupmenn,
skraddarar, skóarar, járn- og trjesmiðir, lista- og vísindamenn, sómamenn
og sótraptar, pvi par er hægur nærri með flest. Allur fjöldi pess, er
landið á bæði beat og verst, sogast hjer inn í hringiðuna og mengast
pvi, er frá öðrum löndum kemttr. Ægir þar öllu saman og skýtur sumu
upp, en hitt sekkur til grunns. Er svo blöndunni siðar rneir veitt út
um landið eins og frjóvgandi vökva yfir flæðiengi. A pennan hátt er
pví varið með allar höfuðborgir heimsins.

Petta er og hlutverk það, sem ætlað er KAUPMANNAHÖFN að
því er Danmörku snertir.

Kauptnannahöfn liggur par er mætast Eyrarsund og Eystrasalt, og
er par gott til aðflutninga allra, eigi sizt frá löndum þeim, er að
Eystra-salti liggja. Veröur borgin á vegi skipa peirra, er ganga um pær slóðir
og er það stór hagnaður. Reka par viö árlega 12—14 þúsundir hafskipa.
Fyrr á öldum uröu farmenn allir að gjalda þar sundfarartoll, er var ein
af aðalauðsuppsprettum Kaupmannahafnar, en 1857 ljetu Danir til leiðast
að fella niður på kröfu gegn pví, að peim væru eitt skipti fyrir öll
goldnar 3 5 miljónir ríkisdala. Hafa skipagöngurnar átt rnikinn pátt i pvi
að borgin vex ár írá ari og er í hinum mesta uppgangi. Tekur hún
yfir mikið svæöi og mun par nú vera nær hálfri miljón ibúa1.
Stór-bæjarbragur er par á öllu, enda láta bæjarbúar eigi sitt eptir liggja að
efla allt í pá ått og semja pcir sig i öllu að siðum stórpjóða. Hafa
peir varið ærnu fje til stórhýsa og til og frá um bæinn liggja trjáplöntuð
skemmtisvæði og víðsvegar standa höggmyndir bænum til prj’ðis, en
íbúum til ununar. Fyrir sakir víðáttu bæjarins eru vagnar til taks nær
vera skal og skussa peir bæjarbúa fram og aptur gegn vægu gjaldi, pvi
flestum fer svo, að peir trjenast upp á pvi að arka endanna á milli.

Fann i. febr. 1895 var íbúatalan rúmlega 400,000 manna. — RITSTJ.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free