- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
73

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Litla skáld á grænni grein.

Lit laskáld á grænni grein,
gott er þig að finna;
söm eru lögin, sæt og hrein,
sumarkvæða þinna.

ViS þinn ljetta unaðsóð
er svo Ijúft að dreyma;
það eru sömu sumarljóð,
sem jeg vandist heima.

Jeg ætla’ að líða langt í dag
laus úr öllum böndum,
meðan þú syngur sumarlag
Sjálands fögru ströndum.

Láttu hljóma hátt og skært
hreina’ og mjúka strengi •—
svo mig dreymi, dreynfi vært,
dreymi rótt og lengi.

Jeg ætla’ að heilsa heim frá þjer
Hlíðinni minni vænu;
hún er nú að sauma sjer
sumarklæðin grænu.

Niðri’’ um engjar, uppi’ um hlíð,
yrkja’ á hörpur skærar
sumarljóðin ljett og blíð
lindir silfurtærar.

Pær verð jeg að faðma fyrst
fyrir margt eitt gaman:
við höfum sungið, við höfum kysst,
við höfum dansað saman.

Þar mun líka lifna’ á ný
litur bieikra kinna
hinum bláu augum í
æskusystra minna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free