- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
108

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

af þvi að jeta 15—20 grömm tóbaksblaða, en opt reykjum vjer sem því
svarar eða meira (meðalpípa tekur nál. 2 — 3 gr.) á skömmum tíma og
deyjum þó ekki, og skal nú sýnt fram á, hvernig á því stendur.

í tóbaksreyknum er vatnsgufa, kolsýra, ammoniak og eiturgufa
tóbaksins, en í öskunni eru þau málmefni, er í jurtinni hafa verið.
fegar reykurinn fer gegnum pípulegginn, kólnar hann og þjettist þá
nokkur hlnti vatnsgufunnar og eiturgufunnar 0. fl.; því eins og
vatnsgufa viö kælingu breytist í vatn, eins breytist eiturgufan við kæling i
hina tæru oliu (tóbakseitrið), við þaö myndast tóbakslögurinn og er hann
rammeitraður. Sá hluti eiturgufunnar, sem eigi þjettist i leggnum, heldur
áfram meö reyknum upp í munninn, þjettist þar og leysist þá upp í
munnvatninu og fer út í líkamann. Það, sem þá er eptir af tóbakseitri
í reyknum, er lítið eitt og fer burt meö honum og spillir þannig
andrúms-loptinu. Fað er því tiltölulega litill liluti eitursins, er kemst inn 1 likamann.

Áhrif tóbaks á líkamann eru ekki sem hollust. Flestir muna eptir,
hvernig þeim varð af fyrstu pípunni. Líkaminn venst víð tóbakið, þó
hefur það ávalt spillandi álirif og jafnvel jró þess sje neytt í hófi. Sje
tóbaks neytt um of, veldur þaö magnleysi í taugum og dregur úr allri
starfsemi, veldur ýmsum sjúkdómum, skemmir magann, augun, lungun
og veikir allt taugakerfiö. Kostir tóbaksins eru harla litlir; menn segjast
brúka tóbak sjer til dægrastyttingar o. s. frv., en að brúka tóbak sjer
til skemmtunar, er sama og að svíkja sjálfan sig, því sú skemmtunin er
að mestu falin í þeirn áhrifum, er tóbakið hefur á líkamann, og þau
eru ekki sem hollust. Bezt og skynsamast er aö bragða aldrei tóbak.

Tóbaksgjörð. Tóbakið er búiö til úr blöðum tóbaksjurtarinnar,
og fer meðferð blaðanna eptir þvi, hvort úr þeim skal gjöra reyktóbak,
munntóbak eða neftóbak. Fyrst eru blöðin dregin upp á j>ráð og hengd
upp til þerris; er þau eru þur orðin, eru þau flutt til verksmiðjanna i
smábindum. Bindin eru lögð hvert ofan á annað i smáhlaða, er
iðu-lega er snúið; kemur þá gerð í blöðin og verða þau brún að lit. Til
að flýta fyrir geröinni er saltvatni hellt á þau, eöa einhverjum öðrum
legi, er til þess er gjörður. Þá er þessu er lokið, eru blöðin aðskilin
eptir gæðum. Blaðrifin eru tekin úr þeim blöðum, er gjöra skal úr
vindla og gott reyktóbak. í lakari tegundum reyktóbaks eru rifin aðeins
marin, fessu næst er lögur, sem samsettur er af mjög margs konar
efnum, borinn á blööin; er það gjort til þess að tóbakið verði
bragð-betra og Ijúífengara. Eigi vita menn með vissu samsetning lagar þessa,
þvi verksmiöjurnar leyna henni. Pá er blöðin hafa verið bleytt í þessum
leynilegi, eru þau skorin með ýmis konar vjelum og síðan þurkuð í
kötl-um; er £>á reyktóbak fullgjört. Neftóbak og munntóbak er undið upp
með vjelum, er til þess eru gjörðar. AÖ þvi er munntóbak snertir, er
mest komið undir leginum, er blöðin eru bleytt í, og svo því, að aptur
komi í þau gerö. Sama er að segja um neftóbak. Við vindlagjörð er
mest komið undir því, að velja góð blöð, að. blaðrifin sjeu algjörlega
numin burt og að vindlarnir sjeu vel undnir.

Það væri auðvitað bezt, eins og fyr er sagt, að tóbaks væri ekki
neytt, en tóbaksbrúkunin er orðin svo almenn og rótgróin, að vart er
mögulegt að útrýma henni. Reynsla liðinna alda sýnir og berlega, að
það er að vinna fyrir gýg að hefja ofsókn gegn tóbaksbrúkun, og er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free