- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
127

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

allra. Það var sama um hvað við töluðum, morðið gægðist fram
í röddinni og í orðalaginu. Það var einhver óvissa yfir öllu;
menn háttuðu með þeirri hugsun á kvöldin og menn fundu það
undir eins og þeir risu á fætur á morgnana, og þeir, sem áður
höfðu talazt við í kátínu og spaugi, horfðu hver á annan eins og
við horfum á klukkuna, þegar við vitum að hún stendur.

Smått og smátt rann þó morðið saman við allt hitt, þetta sem
menn þurfa daglega að hugsa um. Það var forvitnin og kjaptæðið,
sem bezt hjálpaði til þess. Forvitnin smálypti því upp og svo
kom kjaptæðið og sneri því á allar hliðar, hampaði því og strauk
það, þangað til það var orðið að meinlausum gamanfrjettum. Það
leið ekki á löngu, áður en við frjettum út i æsar allt, sem farið
hafði á milli Pjeturs og stúlkunnar, sem dáin var; við frjettum
hver það var, sem móðir Pjeturs vildi låta hann eiga; við þekktum
Hagabæjarfólkið eins og fingurna á okkur og ættina langt upp eptir.

Þegar dómarinn kom heim á prestssetrið til að yfirheyra Pjetur,
var ekki talað um annað en morðið. En næsta morgun, þegar
hreppstjórinn og tveir menn aðrir komu með morðingjann, þá
vaknaði hjá mjer ný tilfinning, sem jeg hafði ekki búizt við —
jeg sárkenndi í brjósti um hann. Það var ungur og laglegur piltur
vel vaxinn, fremur lítill og grannur, með þunnt, dökkt hár; augun
vóru blíð, en af því sona stóð á, leit hann allt af undan;
mdlrómur-inn var hreinn og viðkunnanlegur; allt útlit og látæði drengstns var
geðfelt og bar vott um gott uppeldi; hann leit nærri út fyrir að
vera menntaður og virtist betur eiga við lífið en dauðann; hann
var auðsjáanlega gleðinnar barn . . . mjer er ekki hægt að lýsa,
hve sárt mig tók til hans. Bæði hreppstjórinn og aðrir vóru
honum góðir í viðmóti, svo þeim hlaut að finnast líkt og mjer.
Skrifarinn, sem var lítill og kviklegur maður, var sá eini, sem
lagði til nokkur þungyrði, en Pjetur svaraði þeirn ekki, en stóð
þá þegjandi með húfuna í hendinni. Þennan dag var hiti mikill
og bjart solskin. Pjetur var á gangi til og frå kringum bæinn;
hann var snöggklæddur, með lága klæðishúfu á höfðinu og hafði
hendurnar í buxnavösunum, eða hann sleit upp puntstrå og sneri
því ótt og titt milli fingranna. Heimahundarnir og gestahundarnir
vóru orðnir góðkunnugir og hlupu saman allt i kring um húsin
og gáðu nákvæmlega að ýmsu, sem þeim kom við; Pjetur horfði
á þá. Hann stóð líka við hjá hænsnunum og horfði á þau, og
opt horfði hann á eptir okkur krökkunum, eins og hann langaði til

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free