- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
13

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13

ast betur á þessa lögfræðingapólitik, sem í eðli sínu er ekkert
annað en sú pólitik, sem Danir kölluðu nationalUberalisme
(=þjóð-frelsispólitík), endurplöntuð í íslenzkum jarðvegi. En sú pólitik,
álíta menn að hafi gert Danmörku mestan skaða á þessari öld.
Það vóru líka einmitt lögfræðingarnir, sem vóru forvígismenn
hennar, og þar var beitt alveg sömu aðferðinni og hjá oss. Þjóðin
var gerð að goði og sett upp á háan stalla, og svo var heimtað,
að allir fjellu fram og tilbæðu goðið, og færðu því fórnir, —
eink-um fórnir —, svo að frelsið og árgæzkan ykist í landinu. Og þeir,
sem mögluðu og vildu ekki blóta, vóru brennimerktir sem
land-ráðamenn og föðurlandssvikarar og lýstir sekir um goðgá, óalandi
og óferjandi. Það stóðust menn ekki og tóku sem óðast að fórna.
En svo þegar farið var að gá að, hvað hefði orðið af öllum
fórn-unum, þá kom það upp úr kafinu, að það hafði farið með þær
alveg eins og í gamla daga. Það vóru ekki goðin, sem nutu
fórn-anna, heldur presrar þeirra. Eins reyndist það hjer, að það var
ekki þjóðin, sem naut fórnanna, heldur frelsispostular hennar.
En frelsið og árgæzkan, sem þeir höfðu lofað, kom ekki, nema í
þeirri mynd, að landið týndi stjórnarskrá sinni og sjálfsforræði í
hendur fáeinna embættismanna og auðmanna og missti mikinn hluta
af landinu fyrir handvömm í óvina hendur. En
þjóðfrelsispostul-arnir sátu að blótveizlu og vóru fullir og feitir. Pá opnuðust
augun á alþýðunni. — En það var um seinan.

«•/«• ’96.

E i ð u r.

1.

Konan í Hamravík var alltaf að líta út við og við seinni hluta
dagsins; hann hafði verið svo hvass og ískyggilegur seinni
part-inn; það var ekki álitlegt að vita af sínum úti á sjó, þegar hann
stóð eins og í dag.

Það var svo sem alkunnugt, að þegar hann hlóð skýjunum
svona saman í blásvarta kólgu yfir Lamárbotnana, og stóð svo
framyfir Hrútafellið og Suðurásana, þá var ógaman að vera á sjó
inn með ströndinni. Hann var þá vanur að reka þá feigðarbylji

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free