- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
51

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3i

Sízt hún vægir mildum meyjum,
mittin spennir viðjum þrennum,
Farfar kinn og feygir tennur,
Fyllir búðir glysi trúða.
Hún á bróður, heitir Vani,
Hennar boð, sem trúast kennir,
Sjer ei löst, en lýtur systur
Lotning með, því hún er drottning.

»Gengur hún samt« —svo greindi fanginn

Galilei, um jarðardalinn;

Vil eg enn þá sögu sanna,

Synd er að neita því og blindni.

Omagaháls á foldal" frelsi

Finnst oss langur og skrykkjótt ganga,

Sjá má þó og sífellt trúa

Sigurmerkjum drottins sterku.

Reynsluvitið vex og hreinsast,
Vitinu fylgir ljós og hiti,
Hitinn vekur kærleiks hvatir,
Hvatir þær oss kenna að rata;
Hatri linnir, heimsku slotar,
Heimurinn náðarkrapta geymir;
Yfir er guð, en enginn djöfull,
Utan stríð, sem lögum hlýðir.

Yfir er guð, sem einn er lífið,
»uppi, niðri og þar í rniðju«,
I honum lifum, erum, hrærumst,
Eins og forðum Páll nam orða.
Hvað er sál og hugsun jegsins?
Himinsól á vatnsins bólu,
Sjálfleiksgráð, unz sól þá hylur,
Sjónarvillur og draumahylling.

Gef oss, guð í ljósi að lifa,
Lifa sem þinn vilji skrifar;
Skrifuð leiptra himinhöfin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free