- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
96

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9 6

með honum; skuturinn var orðinn hálffullur með aflann; feðgarnir
drógu fiskinn í ákafa, hann beit svo vel á í dimmviðrinu.

Tobías lagði höndina á hástokkinn og litaðist um. Allt í einu
brá hann fast við og dró færið í ákafa, rjett eins og hann hefði
stóreflis golþorsk á önglinum.

»Dragðu færið strákur!« Tobías reri allt hvað af tók heirn
til naustsins, og var kominn góða snertu, dður en drengurinn var
búinn að draga færið sitt. Tobías þekkti fullglöggt bátinn
hrepp-stjórans, sem kom siglandi ýfir til Kevíkur og miðaði vel áfram í
hraðbyrinu; hann vissi vel, hvert erindið mundi; — þeir komu til
að flá af honum reiturnar.

Nú var um að gera að vera nógu snarráður að koma þvi
fje-mætasta undan.

Tobías festi bátinn í naustinu, og hljóp sem fætur toguðu
heim á leið.

Marta Malvína stóð ekki ráðþrota við tíðindasöguna, hún lagði
brjóstbarnið upp í rúmið og rjetti ósleitilega hendur til að flytja
húsgögnin niður eptir. Hún var aldrei vön að snúast hvern
hring-inn eptir annan í tómu umvjesi. I einni svipan voru þau búin
að bera í sexæringinn, skinnfeldinn góða, stundakltikkuna,
kaffi-ketilinn, línuna og fleiri aðra búshluti sína.

Seinast kom Marta Malvína með Matta litla, grísinn, sem hún
dró á eyrunum; hann stakk fyrir sig fótum og spyrnti á móti
sem hann gat og grenjaði eins og verið væri að drepa hann; en
það var ekki til neins, hann varð að skurka ofan að bátnum, og
þar tók Marta Malvína annari hendi i rófuna, en hinni hjelt hún
í eyrað, og slengdi honum niður í bátinn. Það var ekki verið að
spyrja grísinn að því, hvað honum sýndist.

Tobías reri sem skyndlegast á brott, og stórstreymið í
sund-inu barg honum í það skipti, bátnum hreppstjórans sóttist seint
gegn straumnum; — það stóð alveg heima þegar hann skaut
fann-hvítu seglinu fyrir nesið, þá var Tobías horfinn fyrir það næsta.

Það var skynsamlegasta ráðið fyrir húsfreyjuna að vera eins
og sakleysið sjálft. Låta eins og þeir kæmu flatt uppá þar heima,
og svo að kenna börnunum að segja: »pabbi fór í fiskiróður í
vikunni sem leið.«

Hún var rjett sezt í stólinn og búinn að leggja barnið á
brjóst-ið, þegar hurðinni var hrundið upp og skolbrúnt, sköllótt höfuð,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free