Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
98
það var síður en svo, að þar væri fjevænlegt um að litast. Eins
og öllu væri nýsópað burt.
. . . »Sexæringur með árum, línu og segli og öllu
tilheyr-andi,« skrifaði hann í bókina.
»Baturinn okkar!« — Marta Malvína hló kuldahlátur og
augun leiptruðu, — »sem hann er sjálfur á einhversstaðar út í hafi —
— það verður nú ekkert af því að þið náið honum.«
»Lögin klófesta í lengstu lög, kerli min,« — hann skrifaði
í ákafa.
Lögtaksgjörðinni var lokið. Það var einsog feikna bjargi væri
Ijett af brjósti konunnar.
Sá langvaxni ræskti sig og stóð upp; báðir vottarnir stóðu
líka upp, svo tók hann pappírsblað úr stóru bókinni.
Marta Malvina lagði hendurnar í kjöltu sína og hlýddi með
nokkurskonar íjálgleik á það, sem hann las; auðvitað gat hún ekki
til fulls áttað sig á því, fyrri en hann til frekari útskýringar og
eptirtektar sagði:
»Hjer með er ykkur fyrir vanskil og samningsrof byggt út
af kotinu í næstu fardögum . . . Sökum þriggja ára vanskila á
af-gjaldinu!« bætti hann við í byrstum róm, þegar konan steinþagði.
Marta Malvina kiknaði í knjáliðunum, hún mátti til að setjast
niður á stólinn aptur. Kofagarmurinn virtist fara að líða upp i
geiminn, rjett eins og þau á næsta vetfangi mættu öll sitja eptir
á köldum klakanum. Hjartað barðist og titraði likt og í sauð,
sem leiddur er að sláturtrogi.
Oðru hverju skaut logandi leiptri úr augunum; hún beit fast
saman tönnunum og reyndi að byrgja inni bræðina; það var enn
óvist, hvort þeir tækju geiturnar.
Andrjes sneri sjer undan með ungbarnið og grjet, og svo
hvert af öðru. Loksins hágrjetu þau öll.
Húsfreyja spratt snögglega á fætur, munnurinn varð
herpings-legur, meðan hún stóð og horfði ýmist á börnin eða gestina.
Þegar rauðtrefill tók blekbyttuna af borðinu, rak hún upp
hvinandi kuldahlátur.
»Að hverju geturðu hlegið, kerlingr«
Hdn vildi bara vita, hvað lengi þeir gætu kvalið þau! — Hvort
ekki væri til lög og rjettindi fyrir aðra en kaupmanninn og
hrepp-stjórann.
»Lög og rjettindi, — eru þið kannske ekki í neinni skuld?«
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>