- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
111

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

131

Langt i burtu, lengst uti viö hafsauga liöa óljósar þokuslæður,
dreym-andi, fram og aptur, og þær verða að hvelfdum kvennmannsörmum og
— kinnum og um þær liggur mjúkur mánasnærinn. Það er eins og
hann dreymi ain likamsmynd — óljósa eins og anda, hvíta, nakta. Hún
speglast i sælygnunni og særinn verður skinandi hvitur, og hann sjer
grannvöxnu limina hennar i freyðandi ljósbirtu.

Og sko! — þarna kemur hún inn eptir, hægt og hægt líðandi á
mjúkum silfurgárunum. Máninn lýsir á kinnar hennar og hún lyptir
sjer upp og styður öðrum handleggnum á hina djúpu bólstra hafsins og
opnar augun — þessi undarlegu dökkgrænu augu, og strýkur vota hárið
frá föla enninu sinu. — — — Jeg ávarpa hana, en ekkert hljóð
heyr-ist; — það eru hugsanirnar, sem tala eins og i draumi. — — —
Suleima, Suleima . . . nafn þitt er sem hvislandi sönghljóö, er hljóma í
kyrrþey og verða að þúsund smáum og blíðum unaðstónum . . . Jeg hef
heyrt rödd þina, og grát þinn hefur borið mjer að eyrum i hinum
sorg-legu harmaljóðum haustsins.

I »Síðustu nóttinni« lýsir hann ótta sjúka mannsins fyrir dauða og
dómi og þrá hans eptir að losast úr spilltum heimi og óró lifsins, svo
að hann heyrir Krist, friðarins guð, sem tekur hann i sinn náðarfaðm
og gefur honum eilifan frið, og silfurniður gosbrunnsins berst að eyrum
hans, sem klukknahljómur nýja ársins, er boðar nýja tið og nýtt líf, . .
»þvi að úti á viðavangi sje jeg skinandi hvita veru. Hún kemur tii
min og tekur með heitu höndunum sinum um veiku, visnu hendurnar
mínar og leggur arm sinn um mitt þreytta höfuð og hvislar i eyru mjer:
Friöur sje með sálu þinni!«

Og friður liður inn í sálu mina og jeg halla höfði minu að armi
hans og horfi inn í björtu friðaraugun hans, og spyr:

»Ert þú Jesús Kristur?«

Og veran svarar: »Jeg er hinn eilifi friður sálarinnar.«

Það er ekkert sem fremur má segja um hin yngstu skáld
Norð-manna en pað, að þau eru sjálfbirgingar, halda sina eigin braut, án þess
að líta aptur eða til hægri eða vinstri, eru að pvi leyti »sig selv aldeles
forbandet, sig selv og ikke det eneste andet.« Einkum eru það þó
skáldsagnahöfundarnir, sem eru svo sjerstakir i sinni röð, svo fullir af
sjálfsþótta og sjálfstæði, að þeir skeyta hvorki þeim bókmenntum, sem
á undan þeim hafa farið, nje þeim, sem eru Jbeim samfara. feir þjóta,
þegar minnst varir, ut af alfaraveginum, yfir holt og mela, þar sem slóð
hefur aldrei fyr sjezt, og krækja niður i smávoga, þar sem lifið i
þorp-unum drepur allar göfgar og andrikar sálir og leyfir enga sjálfstæði —
eða út á yztu nes, þar sem jafnvel i einveru-friðnum og á einmana
bænum allt i einu kemur skellur, skot og vitfirring.

Þetta á ekki sízt við Gabriel Finne, refsidómara alls þess, sem
gamalt er og úrelt, og einkum og sjer i lagi tekur hann ómjúkt á þeim
eldri gagnvart þeim ungu. Hann segir, aö paö hatur, sem hinir eldri
beri til hinna yngri manna, þeirra sem vilja sigla sinn eiginn sjó, svo
að þeir eldri geta ekki fylgzt með, það hatur sje langtum sterkara og
dýpra i mannseðlinu, en trúarhatur og stjórnarhatur. Pað er sá rauði
þráður i hinni fyrstu bók hans (»Heimspekingurinn«), sem kom út árið
1889. Þá var Finne 22 ára, og þáerhann þegar orðinn pungbúinn og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free