- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
134

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

Hann stundum sýnist sem hvelfing há,
en stundum sem kytra lítil og lág.

Hann stundum sýnist sem sólin björt,
hann stundum þykir sem þokan svört.

Og hvert þú lítur og hvert þú fer,
ej sjóndeildarhringurinn samur er.

Hve skiptar mjög eru skoðanir manns.
Því veldur sjóndeildarhringur hans.

Og öðrum sýnist allt blítt og bjart,
en hinum sýnist allt hart og svart.

Þeir standa ei sjálfsagt á sama stað;
og miklu getur þó munað það.

Einn úti stendur og horfir hätt,
hinn inni situr og lítur lágt.

Og annar litur til austurs þá,
er vestrið horfir hinn annar á.

Og hvor um sig þykist satt eitt sjá,
og hvor um sig rjett eitt herma frá.

En hvorugur opt þann sannleik sjer,
að sjóndeildarhringurinn annar er.

Svo margt er sinnið sem maðurinn er,
þvi sjóndeildarhringinn sinn á hver.

Já, hver einn maður svo margan á,
að enginn reikna það maður má.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free