- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
197

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

197-

Svo engdust þeir saman í kuðung, nístu jöxlunum og
ásjón-urnar afmynduðust af krampakenndum grimdarflogum, sem drógu
andlitsvöðvana sundur og saman. Þeir stukku fram—: rjetturinn
var settur, og það var hnefinn, sem skar úr. Glóðaraugum og
kjaptshöggum ringdi niður og það sá ekki handaskil fyrir fótasparki
og olnbogaskotum.

Op og óhljóð, ragn og formælingar bergmáluðn nú í
fjöllun-um. Þeir gættu þess ekki, að sólin renndi sjer á flugaferð af braut
sinni niður að haíinu — niður að svörtum illveðursbakka, sem
yppti öxlum móti himninum; þeir tóku ekki eptir
hávaðaþytn-um, sem barst frá ströndinni. En það var reyndar sogandi
brim-gnýr í fjarska.

Siðann barst leikurinn inn í húsin.

Það var Alfaöir, sem sendi konuna í mannheim. Hann vildi
vita, hve fimlega mönnum tækist, að skylmast við freisiinguna og
hverjum veitti betur. Nú var sú gáta ráðin: ráðningin var glögg
og greinileg. Hann sá, að maðurinn var eigi verðugur þeirra
gæða, sem hann hafði notið. Hann sá, að maðurinn var að
eðlis-fari höggormur og hákarl.

Og augu hans leiptruðu eins og stjörnur á heiðríkri
vetrar-nóttu. — Hann seildist með annari hendinni niður i undirdjúpin,
leysti storminn og pokuna úr fjötrum, og benti þeim á landið, þar
sem mennirnir bjuggu. Hina hendina rjetti hann út i geiminn,
lank upp kistunni, sem dauðinn var geymdur í og ljet hann
lausan.

Og frá þeirri stundu hefir dauöinn leikið lausum hala, og
ráð-ið ferðum sínum og gerðum. Það hefir ekki raskað ferðaáætlun
hans, þótt stjórnirnar hafi gefið út samgöngubann. Læknunum
hefir aldrei tekizt að sting? honum svefnþorn, hversu ijölkunnugir,
sem þeir hafa verið í list sinni. Og þótt prestarnir hafi þeytt að
honum hrossabrestinn, hefir hann haldið leiðar sinnar eptir sem
áður. Það hefir einungis heyrzt meira til hans og meiri ógn
stað-ið af komu hans, en ella myndi verið hafa.

En í sama bili dró skugga yfir landið, því sólin gekk nú
und-ir — í fyrsta sinn. Hin fyrsta nótt reis nú á fætur og steig risa-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0223.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free