- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
16

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i6

drukkinn til að veita því eptirtekt, og svo var hávaðinn og skröltið
á allar hliðar.

A þvi augnabliki sá Arni það eitt, að Einar var i dauðans
hættu og mundi låta lif sitt undir lestinni, nema einhver óvænt
hjálp kæmi. Þeir, sem á táinu stóðu, horfðu á manninn og æptu
á hann, en ljetu þar við sitja. Arni sá, að eptir fáein augnablik
mundi lestin fara yfir hann. Hún var nú rjett á hælum hans.
Það var engu likara, en að Einar væri heyrnarlaus. Arni stóðst
þetta eigi lengur, heldur þaut i hendingskasti fram á sporið, rjett
fyrir framan lestina, þreif Einar og hratt honum út af sporinu,
svo hann lá flatur, en þó frelsaður. En þegar Arni ætlaði sjálfur
að snara sjer útaf, festi hann annan fótinn milli trjebandanna i
sporinu, kastaðist áfram og út af þvi, og áður hann gæti losað sig,
æddi lestin yfir hann, og tók af honum báða fætur um hnjen.

Og nú er dagurinn liðinn og aptur kominn nótt.

I slysa-deildinni (Accident Ward) á Winnipeg sjúkrahúsinu
lá Arni og tveir læknar stóðu yfir honum. Þangað hafði hann
verið fluttur undir eins eptir slysið. Hann lá þar nú fölur og
meðvitundarlaus, og hinni skinandi, hvítu birtu frá
rafmagnsljós-inu sló í andlit honum, og gerði það enn hvitara og dauðalegra.

»Herra læknir, haldið þjer að hann lifi ?« spurði ung kona,
sem sat grátandi við hvílu hans.

»Liíir til morguns — i lengsta lagi.«

Stundu siðar opnaði sjúklingurinn augun.

’»Anna!«

Henni var svo þungt innan brjósts, að hún gat engu svarað.

»Komst hann af?« spurði hann.

»Já,« sagði hún lágt.

»Guði sje lof! Þá er synd mín afmáð og jeg get dáið
ró-legur.–En Anna ––-

»Já.«

»Lofaðu mjer að halda í hönd þína — svona — eins og jeg
gerði einu sinni áður. Og sittu þannig, að jeg geti horft i augun
á þjer — beint í augun á þjer — meðan jeg er að deyja.«

Svo leið nokknr stund.

»Anna.
»Já.«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free