- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
39

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

39

af þvi að mótmælendur hafi á undan orðið ofan á í Frakklandi.
Að Mirabeau hafi verið eldri en Cromwell, og að
mannrjettind-unum hafi fyrst verið lýst yfir í Versölum, en þá i Fíladelfíu. Að
Shakespeare eigi Corneille að þakka, það sem hann er, en Goethe
Victor Hugo, og að á vorum dögum hafi Henrik Ibsen vaxið upp
af hinni frönsku leikritagerð, sem svo er öpuð eptir honum.

Það, sem fyrst vakti athygli Evrópu og Ameriku á norskum
bókmenntum, var hreinleiki þeirra, að þær eru svo skáldlegar; en
þá það, að þær eru svo auðugar af hugmyndum, samfara
þrótt-miklum, hrífandi búningi.

Ekkert ber ljósara vott um, að skapandi öfl sjeu starfandi hjá
einhverri þjóð, að nú sje eitthvað frumlegt í vændum, en það,
að hún ummyndar mál sitt; það gjörir hún, þegar hið gamla
rúm-ar ekki lengur hið nýja. Þannig var það í Noregi um 1860; frá
þeim tíma tel jeg nýnorsku bókmenntirnar. Sameiginlega málið
(dansk-norskan), er notað hafði verið þangað til, var rofið og
sveigt til ýmsra hliða, eins og gamall árfarvegur, er nýtt
vatns-megn streymir að; setningaskipunin varð óþjálli og hvatlegri, en
viðfeldið sje fyrir sljettubúana; sægur af gömlum norskum
orð-um, sem hingað til höfðu lifað í útlegð i daglega málinu, ruddist
fram og tók með þrákelknissvip sæti á bekk með orðum, sem
talin voru heldri háttar. Málið varð bæði kröptugra og þó jafnframt
óbrotnara. En sumir Ijetu sjer ekki þessa eðlilegu framþróun nægja;
þeir vildu segja algjörlega skipt og skilið við Dani. Þeir vildu
innleiða norska bændamálið, sem greinist í ýmsar mállýzkur. Þannig
var það talað af öllum, þangað til Noregur komst i samband við
Danmörku, og nokkru lengur. Ur mállýzkunum vildu þeir skapa
sameiginlegt landsmál og tóku að rita á þvi, — án þess að skeyta
um það mál, sem búið var að ná fullri festu sem landsmál. Og
þeir skeyttu ekki heldur um að halda nppi sambandinu við hið
ómetanlega menntalíf Dana, ómetanlega segi jeg, af því að það er
menntalif einnar hinnar gagnmenntuðustu þjóðar heimsins. Þarna
kemur dökka rákin fram.

Okkur kom öllum saman um það, að æskulýður alþýðunnar
ætti fyrst og fremst að fá tilsögn í sinu eigin sveitamáli;
ennfrem-ur, að þessi tilsögn ætti einnig að ná til sameiginlega málsins,
yrði slíku einhverntima komið á fót. En svo vildum vjer, að
til-sögnin sameinaði alla þjóðina i landsmálinu, sem geymir vora
andlegu fjársjóði, er vjer höfum saman safnað smátt og smátt, og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free