- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
43

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

43

Þær brýndu ábyrgðartilfinningu hinna göfuglyndari manna;
verk-mannahreyfingin, kven nfrelsishreyfingin og friðarmálefnið fengu
stoð i þeim, og listir og bókmenntir ný viðfangsefni. En
sið-gæðastarfseipin bjóst smátr og smátt til snarprar mótspyrnu gegn
öfgum þessara hreyfinga, sem drógu enn meiri öfgar eptir sjer.

Því verður sem sje ekki neitað; að í sambandi við hið annað
gat hinn takmarkalausi einræningsháttur þessarar stefnu (sem
Hen-rik Ibsen reyndi seinna einnig aÖ veita andvægi) af sjer ódæma
ruddaskap stjórnleysisins, munaðarvímu hjá æskulýðnum, vantraust
hnignunarandans á frjálsræði og starfsemi og flótta frá virkileika
og vísindum inn í trúargrufl dulspekinnar; ennfremur fæddi þessi
stefna af sjer »ofurmennið« hans Nietzsche, og hið hálfgeggjaða
glamur um hið mikilfenglega, sem nú veldur fleiri óþægindum en
að gera mönnum hlustarverk.

Jeg gæti sýnt fram á vesaldóm þann i norsku menntalífi, sem
upphaflega fjekk gremju Ibsens og annara vopn í hendur. Jeg
gæti lýst því, hve sokknir menn vcru niður í foræði
miðlungs-skapar og siðvenja; jeg gæti lýst hræsninni, þurpurkuskapnum,
dómsýkinni og hugleysinu í litlu þjóðfjelagi, þar sem engin
hreyf-ing átti sjer stað. En alls þessa má geta sjer til af ritum ’hans.
Jeg vil því heldur fara nokkrum’orðum um listina í þeim.

Pví þegar allír boðar og andboðar ólgusjávarins hafa yfir oss
gengið, og vjer sjálfir höfum fylgzt með, — þá heldur þó listin í
flestum ritum Ibsens þeim uppi meðal þess, sem telja má
framúr-skarandi. Meginþróttur hennar er fólginn í þvi, hve snildarlega
viðtali manna er fyrirkomið og hve vel það er undirbúið með
löngum aðdraganda í geðslaginu og viðburðunum, í umhverfi og
veðurfari; öllu er hagað í samræmi við það. Viðtalið rís sem
geislandi stafur, og brestur svo, um leið og það verpur frá sjer
litbjarma frumhugsunarinnar í leikritinu. Mjer þætti gaman að
vita, hvaða skáld í öllum bókmenntum heimsins hefur jafnazt við
hann í þessu. Hvaða skáid hefur nieð öllum þeim tökura, sem
leikritaskáldið á ráð á, beint athyglinni svo eindregið að því, sem
sagt er. Þar er ekkert til ónýtis, engu orði ofaukið í öllu leikritinu;
allt miðar að hinu sama. Þó aðrir kunni að hafa náð sama
hag-leiksþroska í bláberri búningsíþrótt, þá hefur hann einn náð
honum og beitt í hinni erfiðu þjónustu andans.

Listsnilli hans verður að teljast að meiri, er vjer gætum þess,
að mörg þau efni, sem hann hefur valið sjer til meðferðar, eru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free