- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
81

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8i

Þjóðviljinn.

Eptir George Lütken.

Frá ómuna tíð hefur latneski málshátturinn »Vox popiili, vox
dei« (rödd þjóðarinnar er rödd guðs) verið talinn gott og
djúp-sætt spakmæli; þjóðhöfðingjar og formælendur trúarbragða og
stjórnmála hafa vitnað til þessara orða, þegar þeirn þóttu þau koma
vel heira við skoðanir sínar og dóma um hlutina; vjer höfum
svo opt heyrt þessi orð, vjer höfum lesið þau í ritum og blöðum,
og vjer erum, ef svo má að orði kveða, uppalnir til að trúa þeim
eins og nýju neti.

Að sönnu má í sögunni finna óteljandi dæmi þess, að rödd
þjóðarinnar hefur verið fjarri þvi að vera vottur um guðs vilja;
hinn hryllilegi fjöldi hryðjuverka, er unnin hafa verið í nafni
þessa gamla orðtaks, þó ekki sje nema á tímabilinu frá því að
Kristur var krossfestur undir fagnaðarlátum alþýðunnar og þangað
til hin hroðalegu manndráp voru framin í dýflizunum á dögum
stjórnarbyltingarinnar frönsku, er þóttist vera rjettmætt stríð hinnar
miklu alþýðu í þjónustu mannrjettindanna, nægir til að færa oss
heim sanninn um það, að rödd þjóðarinnar er ekki altjent rödd
guðs. Þrátt fyrir þetta höldum vjer þó einnig á voruni dögum
fast við þetta gamla orðtak; vjer erum að meiru eða minna ieyti
sannfærðir um, að það hafi satt að mæla, — og vjer höfum í
raun og veru slegið því föstu í stjórnarskipunarlögum vorum,
sem í þeim löndum, er hafa þingbundna stjórn, einmitt eru byggð
á þeirri grundvallarsetningu, að það, sem múgurinn eða
meiri-hlutinn álítur, það sje líka gott og gilt.

Enn þann dag í dag eru ódáðaverk unnin, sem eiga rót sína
að rekja til þessarar grundvallarsetningar, en til allrar hamingju
tiltölulega fá i samanburði við axarsköptin, sem leiðir af því, að
menn breyta eptir þessum gömlu orðum i blindni. En
axarsköptin geta líka haft skaðleg áhrif, bæði á hagsæld manntjelagsins i
heild sinni og einstaklinganna, og ætti þvi helzt að sneiða hjá
þeim; en það er hins vegar allrar varúðar vert og ekki öldungis
hættulaust, að hreyfa við þessari grundvallarsetningu;
»almennings-álitið% »þjóðin« »meirihlutinn« o. s. frv. eru orðin þvi nær heilög
og friðhelg hugtök, sem enginn getur hreyft við, án þess að verða
kallaður stórbokki, landráðamaður, frelsisóvin o. s. frv.; og það

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free