Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
94
Allt eins eg vil gera,
O’ní dýfa hönd og þvo
Andlit mitt með elju svo,
Að enginn skyldi trúa.
Svo því megi eg snüa
Sömu leið og fugl sjer brá,
Og í skýjum að því gá,
Hvort englar mig ei kenna.
As^blitt augum renna
Englar, þá mig hreinan sjá
Eins og gimstein, mær sem má
I myrkri glóskært brenna.
Stgr. Th.
Álfakrossinn.
(fjóðsaga).
Fyrir fjórum eða fimm mannsöldrum bjuggu hjón ein á
Hvassafelli í Eyjafirði. Eigi er getið um nafn bónda, en
húsfreyj-an hjet Sesselja.
Það var einn dag snemma sumars, á túnaslættinum, að
Sesselja var úti á túni við slátt með manni sinum. Var slátturekjan
hin bezta, því á hafði gengið um daginn með skúrum og
jelja-leiðingum. En er á daginn leið og kvölda tók, dreif yfir þoku
kafþykkva, jafnt niður um bæi sem upp til fjalla og dala, svo að
til vandræða horfði að hafa saman búsmala og pening allan, sem
heim þurfti um kveldið. Var því auðsær málnytubrestur sem
af-leiðing af þokumyrkrinu, ef eigi birti upp; en sú varð eigi
raun-in á. ■ Ekki er þess þó getið, hvort ærnar hafi hafzt heim um
kveldið eða eigi, en hins er getið, sem meira þótti um vert, að
eina kúna vantaði, og var hennar leitað með dunum og dynkjum,
eins og nærri má geta. En kussa fannst ekki að heldur eða var
ófundin um seinan háttatíma, þegar þan hjón gengu til hvílu.
Biður þá húsfreyja eina vinnukonu sína að vaka stundarkorn, ef
ske kvnni, að kussa’kæmi seinna; skyldi hún þá mjólka hana í
fötu, er húsfreyja tiltók, og setja siðan fötuna við búrsdyrnar og
breiða yfir hana (hún hefur læst búrinu, konan!); gæti hún þá
sjálf tekið hana þaðan og sett mjólkina að morgni næsta dags.
Nú gengur húsfreyja til hvílu og sofnar. Dreymir hana þá,
að til hennar kemur kona bláklædd. Kveðst hún vera huldukona,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>