- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
112

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

112

naumlega geta veriö spjótið, sem Skúta braut af skaptinu, er hann »lézk
vera sauðreki þeirra Eyfirðinga ok leyndi vápnum sinum, en braut sum«.
Pvi eptir sögunni aö dæma mun hann þá hafa verið kominn undir
Vaðlaheiði i Kaupangssveit (Fiskilækjarhverfi). Þó er petta ekki vist,
f)vi sagan er hjer og hvar mjög óglögg og illl á henni aö byggja. En
hvað sem nú þesu líður og hver sem spjótið hefur átt, pá hefur það
veriö allsnoturt vopn, mjög hvassskeytt og biturlegt, sem aödáanlega
hefur boriö af sjer áhrif lopts og lagar um margar aldir.

Forngipur pessi er enn þá i vörzlum fmnanda, en trúlegt er, aö
honum kunni einhverntima aö verða leyft aö bregöa sjer til
höfuö-staöarins til þess aö heimsækja aöra frændur sina á Forngripasafninu!

Kr. H. Benjaminsson.

Útvörðurinn.

(Eptir Victor Tissof).

Jósep II. Austurrikiskeisari var vanur að ganga sjer til
skemmt-unar á hverju kvöldi. Hafði hann þá yfir sjer stóran feld og
litinn rýting við hlið sjer, sem svo sem ekkert bar á.

Það var einhverju sinni, er hann hafði setið lengur við vinnu,
en hann átti vanda til, að hann gekk út að glugganum i
herberg-inu sinu og leit yfir bæinn; var á bjart tunglskin og varpaði það
nokkurs konar töfraljóma yfir strætin og húsin. Þetta var um
vetur og kuldaveður. Fannst keisaranum eitthvað svo
einmana-legt inni, að hann gåt ekki stillt sig um að bregða sjer út, þó
framorðið væri orðið. Hann gekk beina leið til »Graben«. og var
þar hljótt og eyðilegt sem i kirkjugarði. Þaðan rölti hann aptur eptir
Carinthienstræti og var komin heim án þess að hafa mætt
nokk-urri sál á leiðinni. En þegar hann ætlaði að fara inn um litlu
dyrnar á Burg, tók hann eptir því, að útvörðurinn spurði ekki
eins og til stóð, »hver er þarna«, og þótti honum þetta furðu
gegna.

1 Mynd sú, er fylgir lýsingunni, er gerð eptir ljósmynd af spjótinu, sem
virðist hafa verið lióggspjót (kesja eða atgeir?). Ritstj.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free