- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
186

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

186

þær og málefni, er lágu samtiðinni mest á hjarta. — Allt voru það
þættir í sama reipinu: sannleiksástundun umfram allt og
veruleg-leikalýsingar; því að verulegleikinn, það er að segja hinn
áþeifan-legi hluti tilverunnar og það sálarlíf vort, sem vjer erum oss
ljós-lega meðvitandi fyrir áhrif hins verulega heims, — sá verulegleiki
vissu menn að væri sannleikur. Hin nýja stefna átti að vera eins
konar uppreisn holdsins gegn yfirdrepsskap og andlegu ofdekri
undanfarandi tíma—ekki ósvipað »renaissancen« (d: endurfæðing),
er listir og vísindi á miðöldunum drápu sig úr dróma andlegrar
harðstjórnar. Hún átti að berjast undir merkjum vísindanna, í
stað þess að gefa sig á vald blindri trú og draumórum, eins og
menn höfðu gjört að undanförnu. »Ljós yfir landið, það er mark
vort og mið«, segir }, P. Jakobsen.

Meðal áheyrenda Brandesar var ungur málari, Holger
Drachmann að nafni. Orð ræðumannsins hleyptu huga hans
í bál og brand og kveyktu hjá honum kjark til að viðurkenna
fyrir sjálfum sjer og öðrum, það sem hann hafði lengi búið yfir.
Hann snaraði penslinum á hilluna og greip til pennans með þeim
ásetningi að leiða straum hinnar nýju stefnu út yfir landið. A
einum stað kemst hann svo að orði:

»Store Sangere var der nok, Som var i Landet at nævne;

Besunget har de det meste, Men Havet glemte de fleste.«1

Hann er sævarskáld. Hverjum hlýtur ekki að detta sjórinn
í hug, hvert sinn og hann tekur sje bækur Drachmanns í hönd.
Og sjálfur er Drachmann og kvæðalög hans eigi ósvipaðs eðlis
og þessi höfuðskepna, — hinn víðlendi voldugi sær, síkvikur og
þverúðarfullur, ýmist grátþrunginn og beljandi eða raulandi
blíðum rómi, ýmist háðskur á svip eða hýr í bragði; hann brýtur
allt og bramjar, sem meyrt er og fúið, en færir oss einatt
dýr-mætar byrðar á baki; hann leikur í dag á als oddi, fagnar og
syngur með innilegu ánægjubrosi, en á morgun er hann í
myrk-um ham, emjandi og veinandi, — særinn, sem einatt er svo
angur-blíður og aldrei verður dau.fur, sem alltaf er saltur og beiskur á
bragðið, og aldrei stirðnar nema í gaddgrimmdarfrosti. Hann getur
verið óhreinn og gruggugur, en stundum er hann hreinn og tær

> P. e. Það vantaði ekki mörg og raikil skald, er kváðu um flest, sem til
var í landinu. En sjónum gleymdu þeir flestir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free