- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
9

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9

lögtekin með lögum 4. júlí 1850, á Ítalíu með lögum 17. des.
1860, í þýzka keisaradæminu með lögum 31. mai 1869 og
stjórnar-skipunarlögum 16. apr. 1871, í Svíaríki með lögum 22. júní 1866,
á Svisslandi með lögum 19. júlí 1872, á Frakklandi með lögum
30. nóv. 1875, í Belgíu með lögum 17. mai 1878 og í Noregi
með lögum 1. júlí 1884. Auk þess er leynileg atkvæðagreiðsla
venjuleg í Austurríki samkvæmt lögum 2. apr. 1873.

Með lögum þessum hefur leynileg atkvæðagreiðsla, eftir því
sem ég hef komist næst, verið fyrst lögtekin í löndum þessum,
og sýnir þetta því, hvernig hún hefur smámsaman rutt sér til
rúms. Réttlætið fer hægt og bítandi land úr landi. en þar sem
það hefur verið leitt til sætis með lögum, þar hefur það eigi síðan
vikið úr sæti sínu. Leynileg atkvæðagreiðsla hefur hvergi verið
feld úr gildi, þar sem hún hefur verið lögleidd.

Önnur afleiðing af því, að kjósandinn á að geta kosið eftir
eigin sannfæringu er sú, að kjósandinn á að hafa rétt til þess að
kjósa hvern framboða, sem hann vill. En engin réttlætiskrafa er
brotin meira en þessi.

í>að er nærri því eins og það sé óþekt í kosningarlögunum,
að til sé neitt, sem heitir föðurland. J>egar kjósandinn á að fara
að neita kosningarréttar síns, þá finnur hann það ekki, því það
er alt brytjað sundur í smástykki, sem lcölluð eru kjördæmi. En
þó að ég búi í einu kjördæmi, þá er það eigi framar föðurland,
en stólfóturinn er stóll.

Kjördæmaskiftingin kemur beinlínis í bága við föðurlandið.
Föðurland mitt er ísland, en hvorki þessi hreppur eða þetta
hér-að, sem ég er búsettur í. Af ást til föðurlandsins get ég verið
hjartanlega andstæður öllum hreppapólitíkusum, og þó er það
hreppapólitíkin, sem er löghelguð með kosningarlögunum.
Hreppa-pólitíkin hefur aldrei haft gott orð á sér, enda má með sanni
segja, að hún geti verið hættuleg fyrir föðurlandið. Sérstaldega
hefur hún reynst háskaleg fyrir alla skynsamlega fjárhagsstjórn í
löndunum. Hin stórkostlega óstjórn í fjármálum, sem nú þjakar
menn í mörgum löndum, á að ýmsu ieyti rót sína að rekja til
hreppapólitikurinnar. Og hvers er annars að vænta? Hvert
kjör-dæmið vill skara eld að sinni köku, en þegar hvert fyrir sig vill
fá sína sneið af landsjóðnum, þá geta menn gert sér í hugariund,
hvort æfinlega verður litið á hag landsins heild sinni.

Ef þingmannsefnin í einhverju kjördæmi vilja eingöngu líta á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free