- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
41

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

41

Gný ég þar minn gullna streng og "grundu blessa,
syngja hundruð svalir fossar,
suða í lundi þúsund kossar.

Söng minn lærði sveinn og mær af sinni móður.
Enginn Homer yrkir kvæði
yndislegri en hennar fræði.

Söng minn lærði hetjan hraust, er hríðin dundi,
báran þegar brimlöðrandi
braut hans far á malarsandi.

Söng minn lærði Sjöfn á milli sætra dúra,
meðan sólin svaf á bárum,
og sumarengið flaut í tárum.

Söng minn skilur skáldið bezt, hann skynjar andann,
eygir hjartans leynilindir
lífsins gegnum skuggamyndir.

Sé ég, fólk, að yðar augu óðum hýrna;
lengi vara ljóðin barna
lífsins eftir daga farna.

Fé þér haíiö flestir mist á fláum græði;
minnar hörpu hjartaljóði
hafiö þér ekki týnt úr sjóði.

Leynilega — lít ég — yðar langa hugi
aftur heim til æskuhaga,
yndislegra bernskudaga.

Pess er von, en þó skal yður þetta kenna:
Bernsku yðar björtu kynni
búa’ ei nema í vitundinni!

Gott er að hyggja heim, en stopul heima-sælan;
margir fundu fent í skjólin
fagran kringum bernsku-hólinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free