- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
61

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

6i

bygging og hrúguleg, eins og þess konar byggingar eru vanar aö
vera, þótt nytsamar séu.

Ef vér snúum oss til vinstri handar eða til suðurs, þá er þar
urð og stórgrýti og hallar niður að »Vatnsmýrinni«, sem svo er
kölluö; hún nær alt yfir aö Skerjafiröi og Skildinganesi; en
hinu-megin við Skerjafjörð sjást bessastaðir, þar sem skólinn var og
Grímur bjó; hafa þeir nú sett ofan síðan Grítnur fór, hvaö sem
síðar verður. Pá sjást og þar nú oft fiskiduggur, sem liggja í
»Seilunni«; svo nefnist höfnin eða víkin fyrir framan »Skansinn«,
en nú er alt þetta horfiö.

í vestri gnæfir Snœfellsjökull eins og hvítur hjálmur upp af
hafsbrúninni, og þar austur af vatnar yfir fremstu fjöllin á
Snæ-fellsnesi og alt norður aö Kolbeinsstaðafjalli og Fagraskógarfjalli,
þar sem Grettir var; þá kemur hinn mikli og stórkostlegi
fjalla-hringur, sem myndast af Akrafjalli, Skarðsheiöi og Esjunni,
Mos-felli, Lágafellshömrum og til suðurs og austurs af Henglinum. þá
er Vífilsfell og suðurfjöllin, Helgafell og Langahlíð og
Reykjanes-fjöllin með Hádegishnúk, Keili og Fagradalsfjaili og yfir aö
Ut-skálum, sem sést hilla undir í björtu veðri. Pá tekur við
hafs-brúnin á Faxaflóa.

Nær sést alt Seltjarnarneszð, Valhúsiö (sem svo er kallað af
því »fálkafangar« höfðu þar kofa til að ná fálkunum), Nesstofa og
Lambastaðir og margir aðrir bæir. I’á sjást og öll skerin fyrir
framan nesiö og vitinn fremst á nesinu við »Gróttu«, en það nafn
er sama sem »grotti«, sem merkir kvörn (skylt »grjót« og »grýta«)
og hefur þaö nafn án efa komið til af því, að þar svellur sjórinn í
út-synningunum og hringast í kringum nesið og keyrir brim og ósjó inn
á Kollafjörð, hafa Reykjavíkurbryggjur einatt orðið aö kenna á
því og margt hefur skemst af þeim sjávargangi; en »skerja grotta«
kölluðu fornskáld hafiö, sem Snæbjörn kvað:

»Hvatt kveða hrœra grotta | hergrimmastan skerja
út fyr jarðar skauti | eylúðrs níu brúöir«.
Par er fult af skerjum og boöum og sigling varúöarverö; þá liggja
eyjar nær og draga úr hafrótinu: Akurey yzt, þá Örfirisey og
hólmar þar út frá, en nokkuð fjær er Engey. Allar þessar eyjar
eru grasi vaxnar og prýða mjög, þar sem þær eru eins og
fagur-grænir blettir í bláum sjónum. Akurey mun aldrei hafa veriö
bygð; þar hefur verið allmikil lundatekja; á Orýirisey var fyrrum
»kaupstaðurinn« og var þá kallað »HOLMENS HAVN«, og bær hefur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free