- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
73

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

73

ári, 1873, bls. 58); en því var nú ekki að fagna; félagið hefur
raunar gefið út fáeinar sögur, en þær útgáfur eru svo vísindalegar
og kostnaðarsamar, að það fyrirtæki gåt ekki borið sig. — 2) fyrir
þaö, að það hefur nú í mörg ár verið eins konar gullnáma
lands-ins, eða silfurnáma eða seðlanáma; átri efdr margra manna ímyndan
að vera ótæmanleg auðuppspretta, en svo hefur verið séð um. að
uppsprettan er ekki ótæmanleg, með því a5 lána altaf og borga
aldrei, og kenna svo bankastjóranum um alt saman, því altaf þarf
að hafa einhvern »syndaþrjót«, til þess að klína á hann öllu
ráð-Saginu. Altaf hefur verið klifaö á því í blöðunum, að aliir væru
svo skuldugir, »lánsverzlunin« dræpi alt niður, og svo var heimtað
að banki væri stofnabur, til þess að komast þar líka í skuldir, fyrir
utan kaupmannaskuldirnar; svo þóttust menn hafa himin höndum
tekið, þangað til að skuldadögunum kom, sem menn hafa líklega
haldið aö kæmu aldrei; svo nú þegar þetta dugar ekki lengur, þá
á að stofna »lánsstofnun« rneð svo löngum borgunarfresti, að allir
verði dauðir fyrir löngu, þegar til þess kemur, og er auðfundið. að
fyrir mönnum hefur vakað sú gullna lífsregla: »frestur er á illu
beztur« j1 en hér mætd minna á það, að Fox, hinn nafnfrægi
stjórnar-maður Engla († 1806) var stórskuldugur og altaf í vafsi; komu þá
loksins til hans skuldheimtumenn hans og skoruðu á hann að
til-taka einhvern dag, sem hann vildi borga þeitn á. Hann spurði,
hvort þeir vildu þá standa við þann dag, sem hann tiltæki. Þeir
kváðu já við og urðu fegnir. Pá sagði Fox, aö sér virtist
hent-ugast að tiltaka dómsdag. Þannig erum vér íslendingar svipaðir
Fox.

Sá hluti þessarar götu, sem nú hefur verið umtalaö, frá húsi
Halldórs Pórðarsonar og ofan eftir í kvosina, þar sem
meginbær-inn er eða elzti hluti bæjarins, var fyrrum kallaður »Bakarastígur«
og var þá brattur og hrjóstrugur og illfær í hálku nema
brodd-uðum stígvélamönnum eða skaflajárnuðum húðarklárum; en seinna
hefur hann verib hækkaður upp að neðan og upp eftir og
slétt-aður allur, þótt enn hallist hann nokkuð, og er öðrumegin
grjót-garður upp með landshöfðingjagarðinum, en hinumegin er nýlega
gerð slétt stétt úr jarðbiki og steinlímdur ræsir á milli hennar og
sjálfrar götunnar, en göt eða járngrindur eru sumstaðar í ræsis-

1 Um þetta hefur síra Sigurður Stefánsson ritað ljóst og greinilega í Þjóðviljann
unga 31. desember 1898.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free