- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
107

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

107

uðiö. Par er vatnsból gott fyrir framan og safnast þar saman
vatnsberar bæjarins og ber margt á góma, sem nærri má geta.
Pá tekur þeim megin við bæjarfógetagarðurinn, sem fyr er nefndur,
eða vesturhlið hans, en þar á móti er verzlunarhús þeirra Sturlu
kaupmanns og Friðriks, Jóns sona háyfirdómara; það hús bygöi
Torfi Steinsson söðlasmiður. afi Halldórs Steinssonar læknis, og
bjó þar lengi, og var það þá snoturt íveruhús og rúmleg
verk-stofa. — Pá er hús Andersens skraddara, með dönsku nafnspjaldi,
það er stórt hús tvíloftað; þar er kaffihús við hliðina meö danskri
yfirskrift, sem enginn skilur nema lærðir menn. Húsið snýr
gafl-inum að götunní, eins og áður tíðkaðist víða; Andersen bygöi það
fyrir fáum árum upp úr gömlu húsi, sem áður (um 1800) var
»fabrikka« eða klæðasmiðja og ein af »innréttingunum«, sem áttu
aö hala landið upp í veldi og velmegun alt í einu; síðan var þar
barnaskólinn, og þar kendu Ólafur Hjaltesteð, Pétur Guðjónsson og
fleiri; seinna keypti Jón Guömundsson húsið og bjó þar lengi
rausnar-búi, og var þar þá gott að koma, því húsbændur og heimili voru
fá-gæt; þar gaf Jón út Pjóðólf mörg ár og andaðist þar, og bjó höfundur
þessarar greinar þá hjá Jóni; seinna bjó séra Matthías þar. — Par næst
er »Davíðshús«, sem var til 1836 og eign Davíös verzlunarmanns
Helgasonar; hann var ógiftur, en bjó með Guðrúnu systur sinni;
hún gerði öl, og varð þá enginn til þess annar hér; það var ekki
áfengisöl, en enginn gåt drukkið það nema með andköfum. Pá
var húsiö mjög lítið; þar bjó Jón Porleifsson skáld um tíma, en
seinna fékk Magnús Árnason snikkari húsiö og stækkaði það nokkuð
og bygði á það kvist. Pað liggur gagnvart »Herkastalanum« og
mun þar ekki ætíð vera næðissamt. Pá er Túngata.

Pá er eftir að minnast á AUSTURVÖLL; hann er í miðjum
bæn-um og var áður eintom flög og jarðföll, og gryfjur sem fyltust
vatni á veturna, og var þá þar ilt yfirferðar, þegar engin ljós voru
til að lýsa á götunum. Síðan hefur hann verið sléttaöur og
lag-aður allur, gerður að grasfleti og grindur í kring; þar á miðjum
fletinum stendur líkneski Alberts Thorvaldsens, sem bæjarstjórn
Kaupmannahafnar gaf Reykjavíkurbæ eða landinu í þúsund ára
af-mælisgjöf, og var það hin einasta mannlega minnisgjöf, að
frá-taldri gjöf Kristjáns konungs. Austurvöllur sprettur vel og er
tví-og þrísleginn, og sagt aö ætiö komi óþurkur, þá er þurka skal
það hey. Pessi hús eru í kring um Austurvöll: a5 sunnanverðu
er dómkirkjan, alþingishúsið, hús Halldórs Friðrikssonar, hús Krist-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free