- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
118

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

r 18

inn, eftir aö hann haföi verið fluttur frá Skálholti (1785), og stendur
nú •Skólabœrinn« á þeim stað. Alt til skams tíma var þar bær
eða kotbær, en nú er þar komið laglegt hús, lítið. Ekki vitum
vér, hvernig skolahúsiö gamla hefur litið út, en þegar skólinn var
fluttur aö Bessastöðum (1805), þá mun það hafa verið flutt þangað,
og það hafa verið þær timburbyggingar, sem lengi stóðu þar á
hlaðinu bakvið Bessastaöastofu, en eru nú horfnar fyrir löngu. I
miðbyggingunni bjó Sveinbjörn Egilsson; þar voru tvær stofur
allstórar og hafa veriö vandaðar, því útskurður var meö öllum
loftum, og þetta hefur ef vill verið frá skólanum í Reykjavik (nema
því að eins að þetta hali verið bygt á Bessastöðum að nýju handa
kennaranum, en um það vitum vér ekkert nú). — Niöur við veginn
og eins og uppi yfir kirkjugarðinum eru Melshús, en fjær og fyrir
neðan veginn er Melkot; þessir bæir eru mjög gamlir og voru til
fyrir aldamótin; þeir draga nafn af »melunum« eða
Skildinganess-melum, sem eru þar fyrir utan.

KIRKJUGARÐURINN liggur fyrir ofan veginn, og er ekki
mjög gamall (áður var jarðað í sjálfum bænum, eins og fyr er a
vikið); auðséö er, að þar hefur landið áður legiö undir sjó, því að
oft koma skeljar og hörpudiskar upp úr jörðutini þegar grafið er.
í kirkjugaröinum eru minnisvarðar ýmissa merkismanna, sem dáið
hafa síðan hann var vígður; þar var fyrst jörðuð fyrri kona Pórðar
Sveinbjörnssonar konferenzráðs og háyfirdómara, hún andaðist
1838. Blóm eru gróðursett á sumum leiðunum, og víða eru
járn-grindur í kringum grafreiti, og minnisvarðar, sumir mjög dýrir og
dýrari en fegurðinni svarar; þar er einna elztur minnisvaröi yfir
Steingrími biskupi steyptur úr járni; annar er yfir Pétri biskupi, og
þriðji yfir Bergi Thorberg landshöfðingja; báðir þessir minnisvaröar
eru smekklausir að gerð, og meira gert til aö hafa þá nógu dýra.
Minnisvarði yíir Jón Sigurðsson er uppmjór granítsteinn, með
upp-hleyptri mynd hans á; þessi lögun á bezt við, og hún er á
minnis-varða yfir Hannes Árnason og Jón Guðmundsson, og kannske
fleiri. Yfir Jón Hjaltalín landlækni er reist hella með letri á, og
haföi hann sjálfur ráðiö því. Pá eru og laglegir minnisvaröar yfir
Jón Árnason og frú Katrínu, sira Svein Níelsson prófast, Teit
Finnbogason, Pétur Guðjónsson og fleiri. Fyrir innan grindurnar
við veginn liggur langur steinn með rúnaletri, sem enginn les nú;
þar er Sveinbjörn Egilsson grafinn. — í vesturhluta kirkjugarðsins

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free