- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
128

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

128

anna. En vaknaöir eru menn þó ekki enn í þeim efnum, þó sumir
séu farnir aö rumskast og i svefnrofunum.

Ef menn væru vaknaöir, fia mundu menn ekki låta allar þær
ar og læki, sem eru i hverri einustu landareign, vera alveg
arö-lausa eöa eyöa afli sinu til ónýtis. Menn mundu þá taka sig til
og leggja beizli viö þessar ótemjur og knýja þær til aö vinna fyrir
sig. Menn mundu þá låta bæjarlækinn sinn mala korniö sitt, tæja
og kemba ullina, spinna hana og vefa, framleiöa rafmagn til ljóss
og hita, jafnvel saga, hefla, smiöa, flétta reipi og margt fleira, sem
ekki veröur nöfnum nefnt.

En þessu fer svo fjarri, aö fæstum viröist enn ljóst, aö i ám
þeirra og lækjum sé fólgiö nokkurt afl eöa auöur. Og þó er hér
um heljarmikiö vinnuafl — og þá líka afarmikiö auösafn — aö ræöa,
sem menn þannig låta liggja ónotaö. Og þaö þó menn séu altaf
aö kvarta sáran yfir því, hvaö fóllcseklan sé mikil i landinu og
og vinnuafliö dýrt. Þaö viröist þvi ekki vanþörf á, aö brýna þaö
sí og æ fyrir mönnum, aö jafnvel hinn minsti bæjarlækur á Islandi
hefir i sér fólgiö töluvert vinnuafl, sem gæti oröiö eigandanum aö
miklum notum og gefiö honum álitlegan ágóöa, ef almennilega
væri á haldiö. Pví a Islandi eru altstaöar svo miklar mishæöir,
aö tæplega mun finnast sá lækur, aö ekki sé i honum
einhvers-staöar töluveröur straumhraöi og stærra eöa minna fossfall eöa
buna. Og þar sem falliÖ er litiö eöa lágt, mundi jafnaöarlegast án
mjög mikils tilkostnaöar mega gera þaö stærra, eöa mynda nýtt
fossfall, og þannig skapa sér nýtt vinnuafl.

En fyrsta stigiö til þess, aö mönnum lærist aö nota það afl,
sem íölgið er i ám þeirra og lækjum, er aö menn hafi einhverja
hugmynd um, hve mikið þetta afl sé i hverju einstöku tilfelli.
En um þaö munu fæstir hafa nokkra hugmynd, og heldur ekki
vita nein einföld ráð til þess, aö afla sér vitneskju um það án
aö-stoöar annara og meiri eöa minni kostnaöar. Petta má þó finna
meö ofureinfaldri aöferö, svo aö nærri lagi sé, og skulum vér nú
skýra frá, hver hún er.

Fyrst er þess aö geta, að bæöi vatnsafliö og önnur náttúruöfl
eru vanalega talin í hestöflum. En 1 hestafl er sama sem 480
fetpund (a Englandi og Ameriku er það taliÖ 550 fetpund). En
i fetpund er það afl kallaö, sem þarf til þess, aö lyfta t pundi 1
fet frá jöröu á eintii sekundu. Sé nú miöaö viö minütu (en ekki
sekúndu), þá veröur fetpundatala hestaflsins auövitaö sextiu sinn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0134.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free