- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
138

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13«

1 öðru heftinu er fvrst ritgerð eftir ritstj. »Breytiþröunarlögmálið
eða uppruni liftegundanna«, sem margur getur haft gaman af að lesa.
En það er ekki séð fyrir endann á henni enn, svo að nógur tími er
til að ræða um gildi herinar. En rúminu, sem formálsorðin taka upp,
virðist oss ekki sem bezt varið. Það er eins og höf. geti varla skrifað
ritgerð án þess að fara að tala um sjálfan sig og skýra lesendunum
frá, hvað hann sé víðlesinn, fróður og frumlegur. En af því fengu
menn nóg í i. árg. af »NÖ.« og er hreinn óþarfi að koma með
nokk-urt framhald af þvi. — Þá er grein, sem heitir »Tveir Filippingar«,
sem margir niunu kannast við úr »Kringsjaa«, þó hér sé ausið úr
öðrum ritum. Því næst kemur bókmentakaflinn og er hann stórum
lakari en í fyrra heftinu. Þannig er t. d. ritdómurinn um »Hellismenn«
með því lakasta, sem vér höfum séð af því tægi. Auðvitað er margt
af því, sem fundið er að þessu leikriti (einkum málinu á því), rétt og
á rökum bygt; en aðfinningarnar eru settar fram með svo mikilli svæsni
og grályndi, að flestum hlýtur að virðast, að hér sé ritað af batri einu,
og leggja því engan trúnað á aðfinningarnar. Ritdómurinn hlýtur því
hjá öllum skynsömum mönnum að hafa öfug ábrif við það, sem til er
ætlast. — Síðast er »Víðsjá« og »Ritstjóraspjall« likt og í fyrra heftinu.

»NÖ.« er snotur að útliti og þar sem efni hennar er töluvert
frá-brugðið efni annara íslenzkra timarita, efumst vér ekki um, að margur
muni hafa gaman af að lesa hana. Þó virðist oss fróðleiksmolar þeir,
sem hún flytur eftir útlendum tímaritum. fremur valdir af handahófi.
án þess nægilega sé miðað við íslenzka alþýðu eða nokkurt sérstakt
augnamið. En það er hægra um að tala en í að komast í því efni,
þegar ritið verður að vera jafnlítið og íslenzk tímarit jafnan verða
að vera.

LÖGFRÆÐINGUR. Tímarit um lögfræði, löggjafarmál og
þjóð-hagsfræði. Útgefandi: Pdll Bricm. 2.—3. árg. Akureyri 1898—99.
Ekki er það af því, er Eimreiðin hefir ekki fyr minst á þetta rit, að
oss hafi ekki fundist það þess vert. Öðru nær. Heldur er orsökin
sú, að oss hefir ekki verið sent það fyr; en eins og vér höfum áður
tekið fram í riti voru, fylgir Eimr. þeirri reglu, að minnast á þau ein
(slenzk rit, sem eru send henni. Samkvænit þessari reglu höfum vér
hingað til látið þessa rits ógetið, þó oss hafi verið það nauðugt, því
það á sannarlega annað skilið, en að gengið sé fram hjá því þegjandi.

í þessum tveim árg. eru einar tvær ritgerðir eftir aðra en
útgef-andann. Er hin fyrri þeirra »Handbók fyrir hreppsnefndarmenni eftir
sýslumann Klemens Jónsstm, liðlega rituð og alþýðlega og sjálfsagt góður
leiðarvísir fyrir þá, sem fást við sveitastjórnarmál. Hin er »Yfirlit yfir
lagasögu íslands« eftir prófessor Konrad Manrer, ágætisritgerð, eins og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free