- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
189

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i8ç

um af þeim, sem hafa einhverja trú, en þeir, sem enga trú hafa,
þurfa ekki þessarar kenningar. Reykjavik líkist störborgunum
meðal annars í því, að hér hafa á síðustu tímum komiö upp ýmsir
trúarflokkar, þar sem hér eru nú »aðventistar«, »únítarar«,
fríkirkju-menn, hjálpræðismenn og kaþólskir menn, og er nú ólíkt því, sem
áður var, þegar allir hér voru svo dauöhræddir við kaþólskuna,
eins og hún væri af sjálfum djöflinum, sem sjá máttí oftar en einu
sinni ekki alls fyrir löngu, t. a. m. 1859, þegar biskupinn klagaði
Bernard (en stjórnin fór ekki eftir því), eða 1864. þegar stjórnin
bannaöi kaþólskum prestum að messa í Reykjavik og kallaði það
»ólöglegt athæfi« eftir fyrirmælum bæjarfógetans; það er að skilja:
enginn mátti vera við kaþólska guðsþjónustu, nema sá, sem væri
af þeirra flokki; eða standið meö Einar Ásmundsson 1870, sem
»réttvfsin« varð uppvæg við út af því, að hann hýsti Baudouin,
en málið var látið falla niður, án þess þó að Einar fengi neinar
skababætur fyrir alt þetta þvaður og allan þann óskunda, sem
hann hafði orðið fyrir af »réttvisinnar« hálfu (Bréf
dómsmálastjórn-arinnar 21. september 1870). Svona »trúarsterkir« voru menn þá;
en nú! Nú geta allir vaðið uppi eins og þeir vilja, því nú er
ekkert álitið hneykslanlegt, svo það var hreinn óþarfi að keyra
46. grein inn í stjórnarskrána, því samkvæmt reynslunni getur
varla neitt verið »gagnstætt góðu siðferði«, þar sem mormónarnir
hafa getað gengið hér eins og logi yfir akur með sitt fleirkvæni
og annan afkáraskap, án þess nokkurt yfirvald skifti sér af því
eöa hafi reynt að verja fáfróðan almúga fyrir tælingum og
vitleys-um, heldur en vant er. Og þó aö hér sé núna sem stendur ekki
neitt af mormónum, þá geta þeir komið hvenær sem vill; þeii’
munu fá góöa uppskeru hér, þótt Bandafylkjastjórnin hafi batinað
athæfi þeirra hjá sér. En hvað vorn lúterska söfnuö snertir (sem
raunar er fjölmennastur), þá verður ekki kvartað yfir því, að fólkið
sæki ekki kirkjuna; nú er messað á hverjum helgidegi oftar en
einu sinni, og ber ekki á öðru en kirkjan sé alskipuð í hvert
sinn, en hversu mikil áhrif ræður prestanna og áminningar geri
á áheyrendurna, veit enginn nema þeir sjálfir. Pýðingafárið hefur
smeygt sér inn hér eins og annarsstaðar; hálærðir guðfræöingar
geta ekki lengur tekið saman svo lítið sem fræöin eða
barnalær-dómsbók, alt verður að leggjast út úr öðrum málum, og loksins
verður þaö úr, að menn geta ekki verið þektir fyrir að tilbiðja guð
eða trúa á hann á íslenzku, þeir fara að trúa á hann á ensku eða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free