Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
219
svo miklu meiri en fólksfjölguninni nemur, aö hún hlýtur aö vera
vottur um meiri framleiðslu og meiri velmegun. Einna ljösastur
vottur um aukna velmegun eru sykurkaupin. Kaup á þessari hollu
og nærandi voru hafa sífelt fariö vaxandi alla öldina, svo að þau
nú eru rúmlega 164 sinnum meiri á hvern mann, en þau voru i
byrjun aldarinnar (1816: 0,17 pd. á mann, 1840: i,si pd., 1866—
72: 7,46, 1876—85: 12,66, 1886-95: 20,64, 1896: 27,92). Og þó
er sykureyðslan á hvern mann á íslandi enn þá meira en helmingi
mintii en i Danmörku, svo .28 pund á ári getur ekki talist mikið,
þó þaö sé mikið í samanburði við 17 kvint í byrjun aldarinnar.
En þó þetta bendi óneitanlega á aukið kaupmagn, þá stafar það
engan veginn eingöngu af aukinni framleiöslu, heldur líka af
bætt-um verzlunarkjörum. Menn fá nú tiltölulega miklu meira af
út-lendri vöru fyrir hina innlendu vöru en um miöja öldina, hvaö þá
heldur áður. 1849 þurfti t. d. 9,7 lpd, af saltfiski eöa 35,6 pd. af
ull til þess að kaupa eina tunnu af rúgi, en á síöustu árum hefir
hún fengist fyrir 7 lpd. af saltfiski eða 22 pd. af ull. — Hve mikiö
viðskiftamagnið hefir aukist mä meðal annars sjá af því, að 1863
—-72 komu til íslands frá útlöndum að meöaltali 158 skip meö
15,219 smálestarúmi, en 1896 vöru þau orðin 366 með 71,841
smálestarúmi (og af þeim 150 eimskip með 50,004 smál. og 216
seglskip með 21,837 smál.). Af þessum skipum komu 1863—72
60,7 °/0 frá Danmörku, en 1893—96 ekki nema 26,6 °/o. Hin skipin
hafa því nær öll komið frá Bretlandi og Noregi, sem sýnir, aö
verzlunin hefir veriö aö færast þangað.
Í byrjun aldarinnar var öll verzlun landsins rekin af fáeinum
fastakaupmönnum, en nú er hún rekin á fernan átt. Eru þar efst
á blaöi fastar verzlanir (kaupmenn), sem nú eru (eöa vöru 1897)
191 og af þeim 146 innlendar, en 45 útlendar. Pá koma
lausakaupmenn, sem fyr meir var töluvert af, en nú fer ööum
fækkandi, enda lítil þörf fyrir þá, síöan fastakaupmönnum fjölgaði
og samgöngurnar hafa veriö bættar. Pá eru eitthvaö 18
sveita-verzlanir, sem allar hafa risiö upp nú hin síöustu árin og búast
má viö aö fjölgi. Loks eru kaupfélögin, sem svo kalla sig, en
reyndar eru aö eins pöntunarfélög. Pau senda vörur sínar á eigin
ábyrgö til útlanda og låta umboösmenn sína selja þær þar, og
panta svo hjá þeim útlendar vörur í staöinn.
Kaupfélagshug-myndin, sem kom upp laust eftir 1880, var göö og félögin hafa
— aö minsta kosti framan af — haft töluverö bætandi áhrif á
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>