- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
13

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13

honum stendur í engu sambandi við kristniboðið og
kristnitök-una; hún er öll um garð gengin á undan.

Sönnun höf. fellur því um koll; þaö er engin heimild í neinu
riti til, er mæli meö því, aö ný goöorð hafi myndast fyrir árið
iooo og eftir 965 eða á síðustu árum 10. aldarinnar. Það sem
stendur í Bandamannasögu um upptöku nýrra goöorða og höf.
skýrir á sinn hátt, mælir heldur ekki með þessari skoöun. í þeirri
sögu stendur, »a5 þá (0: um 1050) hafi það verið »mikill siðr at
taka upp ný goðorð eða kaupa« og segir höf. að hér í felist
»endurminningin . . . . um þaö, að einhvern tíma í
fyrnd-inni1 hafi« þetta »verið mikill siður«. Pessi ályktun er ekki
al-veg rétt. Það er auðvitað, að þetta er endurminning um hvað
gerðist fyr og eflaust líka rétt frásögn um, hvað gerðist um 1050,
að menn þá gátu keypt goðorð. En ef það er hægt ab álykta
nokkuð með réttu um tímatakmarkið upp á viö, þá er það, aö
þessi »siður« hafi ekki fyr orðið til en í kristni. Annaöhvort þaö
■eða þá, að ekkert veröi ráðið af þessum stað í þessari sögu.

Af öllu þessu er þá ljóst, að goðavald, goöaskiputi og
»póli-tískar« ástæður er ekki hægt að færa fram sem orsakir til þess,
að kristnin komst á og hve greiölega það gekk. Það
hvort-tveggja stendur í engu innra satnbandi hvað viö anna5. Hin fornu
heimildarrit hafa engar stoðir að bjóða, er styrld, hvað þá heldur
sanni, skoðun höf. Hún verður að falla.

Alveg það sama er a5 segja um skoðun og hugmynd höf.
um, hvað gerst hafi sumarið 999 — um samtök kristinna manna
— og 1000, aö því er snertir fund þeirra við Vellankötlu; alt þetta
á sér engan sta5 í heimildarritunum; það er því í raun réttri tómur
skáldskapur, etida segir höf. sjálfur: »og skal ég nú skýra frá,
hvernig ég hugsa mér1 afstöðu viðburöanna« (80. bls.). Paö
er auðvitað, að skáldskapur er oft góður, eti saga er betri, og
það er saga kristninnar, sem þetta rit hefði eingöngu att að flytja.

Um nokkur samtök kristinna manna á þingi og út um land
999 þegja öll heimildarrit eins og steinn, og því þykir mér
lík-legast, að þau hafi engin átt sér staö, og það er ekkert, er bendi
á, að svo hafi verið. Par á móti er sagt greinilega frá feröum
Hjalta og Gissurar ekki sízt alt í frá þeirri stundu, er skip þeirra
sást fyrir utan Dyrhólmaey. Um sama leyti reið F’losi (Brennu-

1 Gleiðletxað af mér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free