- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
18

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i8

þegar hún liggur skrælnuð og trysjótt í fjörunni, þar sem sjórinti
loks hefir skilið hana eftir. Pað eru túnin, sem afar og langafar
Bæsveitunga hafa látið þeim í arf, með öllum mýrunum, þúfunum
og lautunum, sem krakkarnir vilja svo ógjarnan missa á
æskuár-unum, þegar þau fara þar í feluleik, en sem þau óslca lengst út í
hafsauga, þegar þau á unglingaárunum fyrst fara að slá þar og raka,
og geta ekki annað en bæði skorið og skilið eftir, og brjóta
jafn-vel stundum bæöi ljá og hrífu.

Pað leynir sér þó ekki fyrir ferðamannitium, að einn græni
bletturinn í Bæjarsveit er stærri og skæklaminni en hinir. í>að er
bletturinn. sem liggur neðanundir hæstu fjallbungunni, þar sem
undirlendið er einna mest. Pað er túnið í Bæ.

Ef komið er heim að Bæ, er auðséð á öllu, ab það er ekkert
kotungsheimili. Par eru tjölda mörg peningshús, sem »upp á gamla
móöinn« standa á víð og dreif um túnið — til þess að það sé
»hægra tneð áburðinn«, sögðu gömlu mennirnir. Við hvert hús
eru tættur hálffullar af heyi, þótt í sláttarbyrjun sé, og á torfinu
má sjá, að það muni hafa legiö hreyfingarlaust um herrans mörg
ár, svo er þab oröib samgróið.

Heima við bæinn er stór hjallur nieð mikilli skreið, reisuleg
smiðja og nokkurskonar byrgi, þar sem hlaöið er saman mörgurn
reiðingum; þar er ás til að hengja á reipi og beizli. Tvær skemmur
eru þar og bæjarhús mörg, öll bygð í gamla stíl, en allstæbileg,
og hvar sem litið er sést eitthvert merki um auðlegð og
gamal-dags dugnað, enda er það enginn smábóndi, sem á um þetta alt
að véla. f"að hefir lengi farið orö af auðnum og fyrirhyggjunni
hans Sigurðar Árnasonar ríka í Bæ.

Sigurður gamli í Bæ var gildastur bóndi í héraðmu. í æsku
hafði hann byrjað bláfátækur að búa, en með mörgu móti haft
lag á að græða og var nú undír kominn af öllu. Bær var að
mörgu leyti hlunninda jörb, en fólksfrek; en hann komst oft létt
útaf vinnuhjúahaldinu karlskepnan. Alla tíð hafði hann verið
land-seti, en með óvanalega góðum kjörum. Hafði sjálfur búið í
hend-urnar á sér, því þáverandi eigandi jarðarinnar, hann Pórarinn gamli,
sem hafði alið þar allan sinn aldur og gåt ekki vitað jörðina nema
undir ráðdeildar manni, hafði sótt fast eftir að fá hann og það
dregið Sigurð meira en almenningur vissi af.

Allvel þótti Sigurður greindur, en ekki hafði hann verið settur
til menta í æsku, enda var hann tæpast bænabókarfær og ekki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free