Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
26
»Pað veit ég ekki, það er nú fyrir ykkur reikningsmennina að
reikna þa5 út!«
»Já, ég var nu líka að því núna um daginn, og mér
reikn-aðist svo til, að meðaltúnstærð hér í sveitinni mundi vera um 9
dagsláttur og það eru sama sem 8100 ferh. faðmar og þyrfti þá
54 ár, til þess að slétta þau ell, og eftir þann tíma fengist
þriöj-ungi meiri taða af þeim, og meira en helmingi styttri tíma þyrfti
til þess að vinna alt að þeim; og þó hefði það aðeins kostað
hvern bónda aö meðaltali 15 dagsverk í 54 ár og á helmingi
færri árum heföi mátt girða þau öll, að vetrinum, að
kostnaöar-lausu, að heita má. Hefði það ekki veriö þarflegt félag, sem
hefði komið þessu áleiðis, eöa hvað finst þér, Sigurður minn?«
»Jú víst heföi það verið, en það er nú ekki svo vel, að þau
geri það gagn, félögin ykkar; þar gengur alt í dans og læti; og
það get ég ekki þolað.«
»Pað getur verið, að þess finnist dæmi, að þess konar félög
hafi verið mynduð og hjaðnað niður aftur, en það sannar
engan-veginn, að öll félög þurfi að vera þannig Iöguð; og hvað viðvíkur
félagsskapnum, sem ég hef verið að bollaleggja, þá hefir það
aldrei verið meining mín, að koma á dansfélagi. heldur langaði
mig til þess, að reyna að koma á staö einhverjum framförum í
búnaði, af því mér virðist hann standa svo höllum fæti,
búnaður-inn okkar, og það mest fyrir deyfð og framtaksleysi.«
»Varstu ekki áðan að minnast á að hafa tvo skemtifundi á
ári, og var þá ekki meiningin aö dansa og tralla?«
»Nei, alls ekki, aðalskemtunin ætlaðist ég tíl að væri
sam-ræður um ýms nauðsynjamál og svo söngur, því mér virðist sem
söngnum sé fremur að fara aptur en fram hérna í sveitinni, og er
það illa fariö um jafnfagra íþrótt.«
»Á finst þér það,« greip Sigurður fram í; »já nú er ekki
sungið neitt lengur, heldur beljar hver í kapp við annan, svo
eng-inn söngur heyrist, og ekki um að tala að skilja eitt einasta orð;
það var eitthvað annað í mínu ungdæmi.»
»Ekki veit ég nú hvort þetta er allskostar rétt hjá þér,«
sagði Pórður meö hægö]; »en það veit ég, að hann gæti staðið
fyrir bótum, söngurinn okkar. En hvað viövíkur skemtaninni, þá
getur vel verið, að sumir dönsuðu eitthvaö, áður en farib væri
burt aptur.«
»Já, átti ég ekki á von, aö dansinn þyrfti að komast aö, þar
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>