- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
66

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66

þeim aragrúa af heimildarritum, sem hér liggja fyrir, og koma aftur
upp í dagsbirtuna með hnefafylli sina af skinandi perlum, sem enginn
hefur uppgötvað fyr og ekkert mannlegt auða séð. Höfundinum þótti
ekki einhlítt að byggja sögu sína á rannsóknum annarra manna.
Honum þótti of tilkomulítið að vera að japla á ályktunum þeirra Munchs,
Maurers, Vilhj. Finsens, A. D. Jörgensens, Sars’ o. fl. Eins og
sam-vizkusömum og vandvirkum vísindamanni sómdi, bygði hann traust sitt
fyrst og fremst á sinni eigin skarpskygni og hyggjuviti, og að þvi leyti
sver hann sig í ættina við forfeðurna, seni trúðu á mátt sinn og megin.
Hann lagði sitt eigið höfuð í bleyti, safnaði í sarpinn ár frá ári, velti
fyrir sér viðburðasögunni og grannskoðaði menningarsöguna, og hérna
liggur »bevísið«.

Satt að segja er búið að skrifa svo mikið um hið elzta tímabil í
sögu Islands og rannsaka það svo ýtarlega, og það af frægum og
við-urkendum vísindamönnum, að höf. hefði ekki verið nein vorkunn á því,
að gjöra þennan bækling dálítið myndarlegar úr garði. Hann fer-á
hálfgerðu hundavaði yfir söguna, drepur niður fingri hér og hvar eins
og af tilviljun og tæpir á ýmsum skýringum og frásögnum, sem hann
svo hættir við alt í einu. Merkilegt má það heita, hvað hann á bágt
með að draga fram merginn málsins víða í frásögnunum, hvernig hann
kynokar sér við að einkenna viðburðina og lífið, sem hann er að lýsa,
djarflega og einarðlega. Frásögnin lötrar víða áfram dauf og fjörlaus.
Hér er þó sannarlega nógu stórfengilegt efni fyrir höndum, til þess að
gjöra bæði viðburðasöguþættina og menningarsögukaflana svo úr garði,
að þeir festi sig í sálu lesandans. En hitt er þó merkilegast, að
all-víða bryddir á ónákvæmni í frásögninni, þrátt fyrir öll þessi
undirbún-ingsár, og er það þó helzt að varast í alþýðubók. Ég skal leyfa mér
að benda hér nánar á einstök atriði.

I kaflanum um breyting á 1 andstjórninni í Noregi (bls. q)
er höf. að reyna að gjöra tnönnum skiljanlegt ástandið í Noregi fyrir
daga Haralds hárfagra. En það er lítið á frásögn hans að græða.
Lesandinn er hér um bil jafnnær. Ég skil ekkert í þvi, að höf. skuli
vera að telja eftir sér að lýsa nokkurnveginn greinilega
fylkjastjórn-inni, stéttaskipuninni og fyrirkomulaginu yfir höfuð í Noregi, áður
ein-veldið hófst, f>að er þýðingarmikið atriði, því á því byggist að miklu
leyti hið íslenzka þjóðveldi, eins og það var í upphafi. í frásögnunum um
landnámin (bls. 12 — i5)getur hann ekki annarra landnámsmanna en
Ketils hængs og Skallagríms, og þykist ekki hafa rúm til þess. Ég veit
ekki til hvers hann ætti að hafa rúm, ef ekki til þess, að skýra
nokkurnveginn nákvæmlcga frá mönnum þeim, mörgum hverium
stórmerki-legum, sem má skoða eins og feður og grundvöll hins Islenzka
þjóð-félags. Ég er heldur á því, að sagnfræðingar annarra landa mundu
ekki undir höfuð leggjast, að innræta þjóðinni þekkingu á hinum helzlu
þeirra manna, sem grundvölluðu þjóðfélagið, ef þeir ættu kost á að
gjöra það eins rækilega og vér Islendingar getum gjört. Ég fyrir mitt
leyti álít Björn austræna, Þórólf Mostrarskegg, Unni djúpuðgu,
Geir-mund heljarskinn, Ingimund gamla, Sæmund suðureyska, Helga magra,
Hrollaug Rögnvaldsson, Ketilbjörn gamla, Örlyg Hrappsson o. fl. vel
þess verð, að þeirra sé getið. Það má óhætt fullyrða, að hvorki höf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free