- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
72

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

72

vikið að hinum sönnu lífsskilyrðum, og í sambandi við þau að eins
stuttiega drepið á hin ósonnu. En margt er vel sagt í fyrirlestri
þess-um, og fátt er þarfara, en að leiða athygli manna að því, að nema
þá list, sem erfiðust er, en jafnframt þýðingarmest, listina að lifa.

Því næst kemur: »Guðlegur innblástur heilagrar ritningar«
fyrir-lestur eftir séra Björn B. Jonsson. Fyrirlestur þessi fer í þveröfuga átt
við skoðanir þær á sama efni, sem nú eru uppi víða meðal lærðra
guðfræðinga í lúthersku kirkjunni, og vér Islendingar höfum fengið
fram-settar í »Verði ljós«.

Þetta mikilvæga málefni, hefur þá í íslenzku kirkjunni verið rætt
frá tveimur gagnstæðum hliðum. En þá vaknar líka eðlilega sú
spurn-ing: hvorum megin liggur nú sannleikurinn? Það verður ef til vill
hlut-verk 20. aldarinnar að svara þessari spurningu.

f>á kemur -Minning siðabótarinnar« ræða eftir séra Jón
Bjarna-son, og þótt ekkert sé annað en gott um ræðu þessa að segja. þá
hefðum vér |>ó búist við meiru, þegar annar eins ræðusnillingur og
séra Jón Bjarnason tók sér jafnmikilfenglegt efni fyrir hendur.

Því næst koma 5 kvæði úr »Palmblätter«, hinu fræga ljóðasafm
eftir þýzka trúskálcfið Karl Gerok, í íslenzkum búningi eftir Matthías
Jochumsson. Séra Matthías hefur áður þýtt mörg kvæði eftir sama
hötund, og á hann miklar þakkir skilið fyrir það. Það væn mjog
ánægjulegt, ef vér íslendingar með tímanum eignuðumst meginpartinn af
þessu fræga ljóðasafni á tungu vorri. Og leyfum vér oss að óska þess,
að séra Matthías Jochumsson í »Aldamótunum« haldi áfram þessu fagra
starfi sinu, að gjöra hið mikla þýzka trúskáld þekt á meðal landa
vorra. Þá koma »Afsakanir og autt rúm», ræða eftir séra Jónas A.
Sigurðsson. Það er lagleg ræða, en það er ekkert sérstakt við hana að
öðru leyti En ræður finst oss, að ættu þvf að eins að vera teknar
í »Aldamótin«, að þær að einhverju leyti séu frumlegar og sérstakar í
sinni röð. Loks koma hinir venjulegu ritdómar eftir ritstjóra
Aldamót-anna, séra Friðrik Bergmann. Minnist hann þar á flestar nýjar
ís-lenzkar bækur, sem út hafa komið á árinu. Ritdómar þessir eru mjög
vel ritaðir, og margar bendingar eru þar gefnar, sem vert er að taka
ti] greina.

Vér viljum að síðustu leyfa oss að vekja eftirtekt landa vorra á
þvi, að ágóðanum, sem verða kann af sölu Aldamótanna, á að verja
til styrktar hinni fyrirhuguðu skólastofnun íslendinga í Vesturheimi.
Þeir, sem vilja styðja að því, að íslenzk tunga og íslenzkt þjóðerni
haldist sem lengst meðal landa vorra í dreifingunni vestra, ættu því að
styðja þetta fyrirtæki, sem er svo þýðingarmikið í þvi tilliti. En það
fá þeir á engan hátt fremur gjört en með því, að kaupa sjálfir
Alda-mótin, og grexða götu þeirra bæði hér og heima. J. þ,

SWEDENBORG : UM HINA NÝJU JERÚSALEM OG HENNAR
HIMNESKU KENNINGU. New York 1899. Enn eitt trúvinglsritið
höfum vér fengið á íslenzku Þaó er eftir hinn alkunna trúvinglsmann
Swedenborg, og hefur skólastjóri Jón A. Hjaltalín unnið það
afreks-verk, að snúa því á íslenzku. En með því að alt trúvingl er
íslend-ingum fjarri, þá má ætla, að ritlingnr þessi falli ekki í góðan jarðveg,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free