- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
75

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

75

hugimum sínum eru þó eðlilega hinar sömu, eins og í hinni ísletizku grein, en
fram-setningin öll er miklu vægari, snotrari og liprari. I ensku ritgjörðinni er líka getið
um margt af þvi, sem vér höfum fundið að hér að framan, að höf. ekki nefnir í
hinni íslenzku grein, og er það mikil bragarbót. íað hefði verið heppilegt, hefði
þessi ritgjörð komið fyr út en hin islenzka og að fleiri sannreyndar atbuganir, sem
höf. byggir á, hefðu komið fram í Eimreiðargreiiiinni. l’ótt vér af scimu ástæðam,
sem fyr hefir verið greint, ekki föllumst á hinar víðtæku ályktanir um myndun
mó-bergsins, þá erum vér höf. þakklátir fyrir hinar mörgu góðu lýsingar á jarðmyndun
Hreppanna og vonumst eftir góðu áframhaldi. P. Th.

TVÆR SÖGUR FRÁ ÍSLANDI (»To Fortællinger fra Island«) heitir bók, sem
málfræðingafélag eitt í Khöfn, »Selskab for german.sk Filologi«, hefir gefið út (Khöfn
J900). Er það dönsk þýðing á sögunum »Upp og niður« og »Vonir« eftir Einar
Hjørleifsson og hefir cand. mag II. Wiehe þýtt þær, sami maðurinn, sem þýddi
sögur Gests Pálssonar hérna um árið. Er þýðingin hið bezta af hendi leyst, enda
þýðandinn svo vel að sér í islenzkri tungu, að hann bæði talar hana og ritar fullum
fetum. Framan við þýðinguna er laglega ritaður inngangur, þar sem skýrt er frá
að-aldráttunum í mítíðarbókmentum vorum og síðast yfirlit yfir æfiferil Einars
Hjörleifs-sonar og ritstörf hans, og telur hann Einar fremstan allra núlifandi mamia, er
feng-ist hafa við að rita skáldsögur á íslandi. Hann hælir og mjög stíl Einars og máli
og getur þá ekki um leið stilt sig um að senda Guðmundi Friðjónssyni hnútu, þar
sem honum meðal annars farast svo orð: »Og så hans (0: Einars) sprog. Jævnt
og naturligt, uden de kruseduller og skabagtigheder, som nogle af de yngre soni
Guðmundur Friðjónsson har lagt sig efter, for dermed at dække over det tomme
intet«.

Sögur Einars hafa fengið mjög góðan dóm i dönskum blöðum og hefir meðal
annars dr. Georg Brandes lokið lofsorði á þær, einkum söguna »Vonir«, sem honum
þykir snildarleg, en i »Upp og niður« þykir honum ekki eins mikið varið og
ýms-nm öðrum. V. G.

FORNNORSK OG FORNÍSLENZK BÓKMENTASAGA. Af þessu mikla riti
próf. Finns Jónssonar er komið út i. h. af 3. bindinu (en kallað 4. h. af 2. b. á
titilblaðinu). Er 1 þvi fyrst skýrt frá norskum og islenzkum sagnaritum fyrir daga
Snorra, siðan kafli um Styrmi fróða Kárason, þá um Snorra Sturluson sjálfan og
um frænda lians Sturlu íórðarson og að síðustu um sagnarit eftir þeirra daga fram
að 1300. Er lýsing hpf. á mannkostum Snorra og manneðH næsta ólik þvi, sem
áður hefir tíðkast, og sjálfsagt að mörgu leyti réttari, þó ekki virðist laust við, að
hin maklega aðdáun fyrir honum sem sagnaritara hafi stundum ef til vill leitt höf.
til að gylla hann helzt til mikið sem mann, og finna jafnan nægar afsakanir og
varnir gegn öllu, sem hingaðtil hefir verið fundið .Snorra til foráttu. V. G.

HAUKSBÓK, hið alkunna ritsafn með því nafni, hefir nú verið gefin út i heilu
lagi á kostnað »Hins kgl. norræna fornritafélags« og hafa þeir prófessor Finnur
Jonsson og Eiríkur sál. Jonsson (fyrv. varaprófastur á Garði) búið hana til
prent-unar, og hinn fyrnefndi ritað langan og ýtarlegan inngang (139 bls.) um Hauk
lög-mann Erlendsson, sögu bókarinnar og lýsing á henni, innihald hennar og þýðingu.
Bókin er safn af ýmsum ritum, er Haukr lögmaður Erlendsson († 1334I heflr safnað,
afskrifað og látið afskrifa, og er sumt þýtt; flest þessi rií hafa áður verið út geíin
einstök, en bókin hefir ekki fyr verið gefin út í heilu lagi. Helztu ritin eru: Land-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free