- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
106

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

io6

aö hver ný frumla fæðir af sér aðra, og vér sjáum, að í staö
eggs-ins er komin hnattmynduö, samanhangandi þyrping af frumlum
(2. mynd D). Pær eru í fyrstu allar jafnstórar og hver annari likar,
en smátt og smátt taka þær breytíngum og eftir nokkra daga
sjá-um vér, að öll heildin, sem áður var hnattmynduö, hefur fengið
alt annaö útlit. Stöðugt myndast nýjar frumlur, við þaö aö eldri
klofna, sem raöa sér ýmislega niöur, til aö byggja upp hin ýmsu
ólíku líffæri, og þannig hleöst upp fósturlíkaminn, vex og tekur
ýmsum myndbreytingum. Frumlurnar eru eigi lengur allar sama
útlits, heldur eru þær mismunandi vaxtar og ýmislega lagaðar, alt
eftir því, hvern líkamshluta þær mynda.

Paö rnuii flestum kufinugt, aö likami hinna fullvöxnu dýra er
bygöur upp af fjölda mörgum frumlum öldungis eins og fóstriö.
Hver þeirra lífir sínu lífi, en allar eru sameinaöar af blóðrás og
taugakerfi og líkum lífsskilyrðum bundnar, þannig aö sjúkdómur Í
aöeins nokkrum hluta þeirra hefur oftast í för meö sér veikleika Í
öllum likamanum.

Ef vér nú berum saman fóstur hinna ýmsu dýraflokka, þá
verðum vér þess varir, að á yngsta skeiöi eru þau hvert öðru lik,
alt frá lægstu dýrunum upp til hinna æðstu og fullkomnustu,
spen-dýranna; en fylgjum vér vexti þeirra, sjáum vér, aö hin lægstu
taka aöeins fáum breytingum, en því fullkomnara sem dýriö er,
þess fleiri myndbreytingum tekur þaö í fósturlífinu. Petta sést
ljósast hjá hryggdýrunum.1 I fyrstu eru fóstur þeirra mjög
fá-breytt aö útliti, aöeins samloöandi frumlusafn, og aö því leyti
svipuð ýmsum lægri dýrategundum, sem menn þekkja, og finna
má í sjó og vatni.

Á 3. mynd sjáum vér fóstur mannsins, 2—3 vikna gamalt, og
til samanburðar viö þaö fóstur ýmsra lægri dýra á lílcu skeiöi. Pau
eru hvert ööru svo lik, aö varla sést nokkur munur. AÖ
bygg-ingu’líkjast þau mest hinum lægri fisktegundum, eftri hlutinn er
langur og mjósleginn, höfuöið stórt, meö byrjun til augna og eyrna.
Vér sjáum tálknop, sem vaxa og fullkomnast hjá fóstrum
fisk-antia, en hverfa hjá æðri dýrunum þegar lungun myndast í þeirra
staö; taugakeríiö, hjartað og blóörásin líkist því fyrirkomulagi,
sem helzt hjá íiskunum. I staö nýrnanna hafa þau einkennilega
kirtla, sem stööugt haldast hjá fiskunum og seinna mynda þvagiö.

1 Til hryggdýranna teljast: spendýr fuglar, froskdýr, skriðdýr og fiskar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free