- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
121

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

121

Eigi hafa ljóðmæli þessi mikið skáldlegt gildi. Stundum velur höf.
sér stór yrkisefni, t. a. m. »Djákninn á Myrká« og »Hildigunnur«. En
hann hefir hvorki skáldlegt afl né næga mentun til þess að geta ort
stórkvæði. f>egar borin eru saman kvæðin »Hildigunnur« eftir Grím
Thomsen og Kristin Stefánsson, þá kemur munurinn á stórskáldi og
smáskáldi í ljós.

Höf. er góður hagyrðingur. Hann hefir allmikið vald á íslenzkri
tungu. Mörg smákvæði hans eru vel ort, t. a. m. »Þrumuskúr« og
»Vorský«. Bezt låta honum lausavísur. I kvæðinu »Hríð« er t. a. m.
þessi vísa:

»Stormur flýtir fannaburð,
í freðnum þýtur hrofum tómum,
frostið ýtir inn með hurð
alveg hvítum hélugómum«.

Ymislegt er í ljóðmælum þessum, sem menn á íslandi skilja eigi,
t. a. m. í kvæðinu »Harður vetur«.

Kvæðið »Stökur« á bls. 58 er gott sýnishorn þessara ljóðmæla.
Kvæðið er þannig:

»Refsinornin galdra gól,
gekk að friðar-ránum.
Aldrei jborsteinn eignast skjól
undir linditrjánum.

En svo er margra manna spá,
mótuð sannleik breinum,
að friðskjól hafi fuglinn sá
fundið und stærri greinum.

Þegar hretin hraða sér
hvöss og útsynningur,
skýli betra ætíð er
eik enn skollafingur«.

Lik þessu eru flest kvæðin að því, er skáldlegt gildi snertir. H. P.

DAVÍÐS-SÁLMAR í íslenzkum sálmabúningi. Eftir Valdimar
Briem. Rvík 1898.

f>að hefir dregist of lengi að geta um þessa bók í »Eimreiðinni«.
Ritstjórinn hefir beðið mig að rita örfá orð um hana. Ég verð við
bón þeirri, þótt ég sé á engan hátt fær til þess. I »Kirkjublaðinu«
1893 tók ég það fram, . að ég ber mjög mikla lotning fyrir séra V.
Briem og virði hann mest allra íslenzkra skálda, sem nú eru uppi.
Síðan hef ég lesið bæði »Biblíuljóð« hans og »Daviðs-sálma«. Við
lestur þeirra hefir lotning mín og virðing fyrir honum farið vaxandi, en
eigi minkandi. Mér er þess vegna ljúft að taka undir lofsyrði þau, er
rituð hafa verið um sálma hans og andleg ljóðmæli.

Efnið í þessu sálmasafni V. B.s eru Daviðs-sálmar í ritningunni.
Sálmaefni því verður eigi breitt til batnaðar. V. B. breytir heldur eigi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free