Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
134
daglega líf, þannig, að markmið hans verður ekki að eins það, að
kenna mönnum að deyja, heldur líka hitt, að kenna þeim að lifa. En
þessa atriðis hyggjum vér, að ekki hafi verið gætt sem skyldi í eldri
prédikunum vorum.
Hvað formið snertir á prédikunum þessum, þá er það auðsætt, að
höfundur þeirra hefir ekki gjört sér neitt far um að fylgja vissum
listar-reglum. þannig verða menn t. d. hvað innganga prédikananna snertir,
varir við, að þeir eru stundum styttri, stundum lengri, og stundum kemur
það enda fyrir, að byrjað er á sjálfu umtalsefninu, án nokkurs inngangs.
En alt slíkt er að eins smámunir. |>að, sem mest er um vert, er að
prédikunin sé vönduð að framsetningu og frágangi, og að einhver viss
aðalhugsun gangi sem rauður þráður í gegn um hana. En það á víst
fullkomlega heima um prédikanir þessar. Vér viljum því vona, að þær
vinni vinsældir landsmanna vorra, og að höfundur þeirra fái
upp-fylta þá ósk sina, sem verið hefir hans heitasta, þegar hann sendi þær
frá sér, »að þær megi verða kristindómslífi þjóðar vorrar til stuðnings,
fái laðað sálir lesendanna að guðs orði, hjálpað mönnum til þess að
átta sig svo á hinum kristilegu trúarsannindum, að þeir í trú og
til-beiðslu beygi sig fyrir lávarði lífsins, drotni vorum Jesú Kristi«.
/• Þ-
SVAVA. Alþýðlegt mánaðarrít. IV. árg. Ritstjóri: G. M.
Thompson. Gimli. Man. 1899—1900.
Að því er prentun og pappír snertir, tekur »Svava« smátt og smátt
framförum. Samt er henni enn þá ábótavant í því efni, eins og að
undanförnu. En það er lofsvert, að hún reynir að taka sér fram, þótt
hún eigi á margan hátt við þröngan hag að búa.
Efnið í þessum árg. »Svövu« er, eins og venja hennar er til,
mestmegnis þýðingar: Skáldsögur og greinar, þýddar, úr enskum
tíma-ritum. Fáein lagleg kvæði prýða hana. þau eru eftir J. Magnús
Bjarnason, Jón Kjærnested og skáldkonuna Huldu.
í þessum árg. »Svövu« er íslenzk skáldsaga, er nefnist: »Vísitazía.
Saga eftir Guðmund Friðjónsson«. Um sögu þessa skal faríð
nokkr-um orðum.
1. Ytri umgjörð sögunnar er mjög góð. Landlýsingar, loftlýsingar
og veðurlýsingar eru víða mjög fallegar og skáldlegar. Málið (er víðast
hvar ágætt, þótt það sé stundum nokkuð »tilgerðarlegt«. I þessum
lýsingum er íþrótt höfundarins fólgin. Hann hefir mjög mikið vald á
íslenzkrt tungu og dregur oft ágætlega vel einstaka drætti í lýsingum
s/num. En hann virðist stundum skorta þol og »smekkvísi«, til þess
að sameina alla drættina i eina heild og mynda lýsingar, sem séu sönn
snildarverk.
2. Innri umgjörð sögunnar er miklu lakari. Mannlýsingar hans
eru mjög ófullkomnar. Þannig er alls engin lýsing af »biskupnum, sem
visiterar«. Það er talað í sögunni margt ilt um biskupinn á bak.
Sjálfur kemur hann að eins einu sinni fram á sögusviðið, og þá er
lýs-ingin á honum þannig: »Biskupinn reið í hlaðið með fylgd sinni« . . .
»f>egar biskup var stiginn af baki á hlaðinu, tók hann hattinn af
höfð-inu, hélt honum yfir kolli sér og heilsaði fólkinu. Allur lýðurinn hneig
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>