- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
136

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

136

framfaramál Vesur-íslendinga. Einstaka mótstöðumenn eru lagðir í
ein-elti, t. a. m. séra Páll þorláksson (»Tjaldbúðin« V. bls. 44—45).

I Almanaki þessu (1901) er meðal annars ritgjörð um »landnám
íslendinga í Argylebygð« eftir Björn bónda Jónsson. Björn Jónsson
er ákafasti fylgismaður »Lögbergs« í Argylenýlendunni. Og þess vegna
er hann fenginn til að semja ritgjörð þessa. Stækasta flokksfylgi kemur
og fram í ritgjörðinni. Flokksfylgið lýsir sér í því, að mótstöðumenn
»Lögbergs« í pólitík eru eigi nefndir á nafn, þótt sumir þeirra hafi unnið
mikið að framfaramálum nýlendunnar. Hér skulu nefnd tvö dæmi:
Guð-mundur Símonarson var fyrsti maður í Argyle-nýlendu, er keypti þreskivél.
Hann náði þannig þreskingaratvinnu nýlendunnar úr höndum þarlendra
manna í hendur íslenzkra manna. í safninu eru oft raktar ættir
Vestur-íslendinga til heldri manna á Islandi eða í Danmörku. Það er gjört
Vestur-íslendingum til sóma. Það er auðvitað í alla staði rétt. Guðmundur
Símonarson er hálfbróðir dr. Yaltýs í Khöfn. Samt sem áður er
Guð-mundur eigi nefndur á nafn í ritinu, af því hann er mótstöðumaður
»Lögbergs« í pólitík. í bænurn Baldur í nýlendunni heiir verið íslenzkur
verzlunarmaður um mörg ár, Kristján Benediktssön að nafni. Hann er
öllum mönnum að góðu kunnur og mjög vinsæll maður. Ásamt
þar-lendum húsbónda sínum hefir hann afarmikil viðskipti við nýlendumenn.
Hann er eigi nefndur á nafn, þar sem minst er á verzlun nýlendunnar,
af því að hann er mótstöðumaður »Lögbergs« í pólitík. H. P.

MJÖG LÍTILL SKÁKBÆKLINGUR heitir kver eitt, sem oss
hefir verið sent. Ekki sést hver höfundurinn er, en þar sem
bækling-urinn er »prentaður 1 Flórens um aldamótin 1901«, þá hyggjum vér
að fullyrða megi, að hann sé saminn af hinum góðkunna prófessor
W. Fiske, sem er allra manna fróðastur um alt það, er að skáktafli
lýtur. Er því góður að honum nauturinn, enda frágangurinn allur hinn
prýðilegasti. Er þar fyrst skýrt frá uppruna skáktaflsins og sögu þess,
og þess getið, að það hafi á 12. öld borist til Englands og þaðan til
íslands og verið tíðkað þar þegar í ungdæmi Snorra Sturlusonar, en
til hinna Norðurlandanna hafi það ekki borist fyr en nokkru seinna.
Því næst er skýrt frá mannganginum og aðferð við leikina og að
lok-um ýmsar skákreglur og kendir nokkrir sóknar- og varnarleikir. Á
laus-um miða er þess getið, að bæklingurinn fáist hjá »Taflfélaginu« í
Reykjavik. Þar fáist og skákritið »/ uppnámi*, og komi út af því 4
hefti á ári.1 Hjá ritara félagsins Pétri Zófoníassyni geti menn enn fremur
fengið skákborð og ýmiskonar skákmenn. V. G.

1 Vér höfum nú fengið i. hefti af þessu riti og er það prýðisvandað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free