Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
I4i
IX. TIL VONARINNAR.
Litla vonin ljúf og góð,
lífs míns huldi kraftur!
Gröf viö þína’ eg grátin stóö,
en guð þig vakti’ upp aftur.
Vélin hugar stirðnuð stóð,
stanzaöi innri kraftur,
sálar minnar misti’ eg hljóð,
raeð þau komstu aftur.
Enn þú lifir, elskan góö,
andar frá þér kraftur.
Kom þú hér, mitt hjartablóð
helgaö skal þér aftur.
Ó, nú finn ég ólga blóð,
innra lifnar kraftur:
Gleði’ og vonar hörpuhljóð
hug minn fylla aftur.
X. HVAÐ MIG LANGAR.
Hugur minn þarf án sinnu sinna
sinni vinnu, sem deyöir andann.
Líf þar inni er minna og minna,
minna finn ég það dregur andann.
Andann svangan ég sit og kúga,
sólargangurinn úti lækkar,
hvaö mig langar að fljúga, fljúga,
fljúga þangað, sem hugsjón stækkar.
XI. ELDUR OG ÍS.
Pó að hálum hylji ís
harkan ál og voga,
inn í sálu ekki frýs,
ef að bál þar loga.
Ef ei nærist innra bál,
auðn þar væri’ og dauði.
Ég þarf læra’ að loka sál,
leyna kærum auði.
Kalt er veldi veraldar,
vantar feld, er hlífi.
Hugur eldlaus ekki var,
af því held ég lífi.
Auga margt og öfund sér
að eins svartan skuggann,
hversu bjart sem innra er,
opni’ eg hjartans gluggann.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>