- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
200

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

200

R i t s j á.

LÖGFRÆÐINGUR. IV. árg. Akureyri 1900. Fremst í þessum
árgangi er ritgerð um »hundraðatal á jörðum« eftir ritstjórann sjálfan,
amtmann Pál Briem, og er hún bæði fróðleg og mjög eftirtektarverð.
Aðalefni hennar er að sýna, að kúgildi hafa að fornu alls eigi fylgt
jörðum á íslandi sem lögfylgjur þeirra, en um 1100 hafi sumir verið
farnir að taka upp á því, að låta lausafé og meðal annars
málnytu-kúgildi fylgja þeim. Þegar svo var ákveðið í lögum, að menn mættu
taka liærri leigu af málnytukúgildum en öðru lausafé, þá hafi það orðið
til þess, að landsdrotnar hafi alment farið að låta leiguliða slna taka
við kúgildum ásamt jörðunum. Og þegar tímar liðu fram, hafi þetta
orðið svo vanalegt, að ýmsir hafi farið að telja kúgildin lögfylgjur
jarða, unz þessi venja hafi orðið löghelguð á 19. öldinni. Því næst
er og sýnt fram á, að jörðinni hafi að fornu fylgt öll nauðsynleg hus,
og að landsdrotnar hafi átt að leggja við til húsa, er þau þurfti að
byggja upp. Breyting á þessu hafi fyrst orðið eftir siðabótina, er
kon-ungur hafði tekið undir sig jarðeignir klaustranna. Konungur hafi þá
eigi viljað leggja við til húsa á klausturjörðum og því ákveðið, að
leiguliðar skyldu sjálfir byggja húsin að öllu leyti á eigin kostnað. Á
næstu 100 árum hafi þetta svo orðið venja á öðrum leigujörðum. En
eftir það hafi jarðarhúsum farið að hnigna, en leiguliðar hafi, eins og
eðlilegt var, talið alt það eign sína, sem þeir höfðu lagt til og þeir
gátu úr þeim rifið. Jarðarhúsin hafi því týnt tölunni, og ýms
nauð-synleg hús á jörðum hafi orðið eign leiguliða.

f>á sýnir höf. og fram á, að hið forna hundraðatal á jörðum sé
blátt áfram komið upp á þann hátt, að menn hafi metið jarðir til
verðs. Á það hefir líka ritstjóri Eimreiðarinnar bent fyrstur manna í
ritgerð, sem höf. vitnar í. En með því sú ritgerð var aðallega um
annað efni, vóru þar ekki fram færðar nægilega öflugar sannanir fyrir
þessu. En amtmaðurinn hefir nú rannsakað þetta langt um betur og
fært full rök fyrir því, að þessi skoðun sé rétt, og er oss það mikið
gleðiefni. Skoðun amtmannsins á hundraðatali jarða er aðeins í einu
atriði frábrugðin þeirri skoðun, er vér höfum áður látið í ljósi, og þar
hefir hann að öllum líkindum réttara fyrir sér, að minsta kosti að þvi
er Sturlungaöldina snertir. En að öðru leyti er munurinn enginn, ef
rétt er að gáð. Höf. sýnir fram á, að upprunalega hafi það verið
nokkuð á reiki, við hvað dýrleiki jarðanna var miðaður. Stundum hafi
hann verið miðaður við verðaura, en stundum við álnir og jafnvel við
kúgildi. En þegar tíundarlögin vóru sett (1096), þá hafi menn átt
að meta jarðir til 6 álna aura. Hundraðatal á jörðum í 6 álna
aur-um hafi og fundist á mörgum jörðum; en auk þess hafi það líka átt
sér stað, að menn hafi miðað við þriggja álna aura, unz það hafi að
lokum rutt sér til rúms, að hundraðatal jarðanna hafi eingöngu verið
miðað við álnir. Þetta hafi átt sér stað á síðari hluta 12. aldar og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free